Fréttir

Uppfært: Upphaf kennslu á vorönn 2022 / Beginning of spring semester 2022

Kennsla hefst í MH mánudaginn 10. janúar kl. 8:10. Nemendur mæta í stofur skv. stundatöflu en stundatöflur verða aðgengilegar í INNU 2. janúar hjá þeim sem greitt hafa skólagjöldin. Í byrjun tímans verður ávarpi rektors streymt í allar kennslustofur. Töflubreytingar í INNU standa yfir frá og með öðrum til og með fimmta janúar og úrvinnsla beiðna hefst 3. janúar. Frá og með 6. janúar fara töflubreytingar fram hjá námstjórum og áfangastjóra. Við hlökkum til að fá ykkur í hús. School will start on Monday 10th of January and the first class starts at 08:10. Students attend classes according to their individual schedule but the class schedule can be seen in INNA from the 2nd of January. Class schedule changes in INNA will take place from 2nd to 5th of January and the processing of requests will begin on the 3rd of January. As of January 6th, class schedule changes will go through the MH course director and the study directors. We look forward to seeing you all at school.

Þriðja græna skrefið

Brautskráning Menntaskólans við Hamrahlíð 18. desember 2021

Brautskráðir voru 97 nemendur frá Menntaskólanum við Hamrahlíð af fjórum námsbrautum. Að þessu sinni útskrifuðust flestir af opinni braut eða 67 nemendur, 15 af náttúrufræðibraut, 4 af málabraut og 11 af félagsfræðabraut. Fimm nemendur voru brautskráðir með ágætiseinkunn á stúdentsprófi, þ.e. vegin meðaleinkunn yfir 9,00. Að þessu sinni var dúx skólans Benedikt Gylfason nemandi á opinni braut með framúrskarandi árangur, þ.e. 9,73. Benedikt hlaut auk þess viðurkenningu fyrir ágætan námsárangur í ensku. Semidúx var Þórunn Arna Guðmundsdóttir sem útskrifaðist af opinni braut með 9,61 í meðaleinkunn en hún hlaut einnig viðurkenningu fyrir ágætan námsárangur í efnafræði, frönsku og líffræði. Ávarp fyrir hönd nýstúdenta fluttu Benedikt Gylfason og Birgitta Sveinsdóttir. Kór skólans var í stóru hlutverki undir stjórn Hreiðars Inga Þorsteinssonar og flutti nokkur verk auk þess sem aðrir nemendur og nýstúdentar fluttu tónlist. Dúx skólans samdi sérstaklega verk fyrir kór skólans sem var frumflutt af þessu sinni og heitir Í hlýju hjarta þér.

Brautskráning 18. desember kl. 13:00

Brautskráning er laugardaginn 18. desember kl. 13:00. Að þessu sinni verða brautskráðir 97 nemendur af fjórum námsbrautum. Dagskráin er eftirfarandi: Ávarp rektors Kórsöngur Ræða konrektors Kórsöngur Afhending skírteina. Fjöldasöngur Gaudeamus Verðlaunaafhending Ávarp nýstúdenta Söngur nýstúdenta Kveðja rektors Fjöldasöngur: Heims um ból Vefslóðin er inn á streymi af athöfninni er https://livestream.com/accounts/5108236/events/10003587

Staðfestingardagur

Staðfestingardagur er á morgun miðvikudaginn 15. desember og munu einkunnir birtast í Innu eftir kl. 16:00 í dag, 14. desember. Upplýsingar um staðfestingardag og prófsýningu má finna hér á heimasíðunni. Áfangaframboð næstu annar má einnig finna á heimasíðunni. Allir nemendur haustannar sem ætla að stunda nám á vorönn þurfa að staðfesta valið sitt í innu fyrir kl. 14:00 miðvikudaginn 15. desember.

Síðasti prófdagur

Í dag var síðasti prófdagur skv. próftöflu og einungis nokkur sjúkrapróf eftir. Nemendur sem eiga eftir að koma í sjúkrapróf hafa fengið póst um það hvaða dag og klukkan hvað þeir eiga að mæta í prófin. Á miðvikudaginn er svo staðfestingardagur þar sem nemendur staðfesta val sitt fyrir komandi vorönn.

Sögulegur dagur