Mat á öðru námi

Ef nemandi kemur í MH úr öðrum skóla sem starfar skv. aðalnámskrá framhaldsskóla halda þeir áfangar gildi sínu sem hann/hún hefur lokið með fullnægjandi árangri svo framarlega sem þeir eru skilgreindur hluti af þeirri braut sem hann/hún innritast á. Áfangar og nám sem fellur utan brautarinnar getur verið metið að því marki sem valgreinakvóti brautarinnar leyfir.

Nám sem metið er annars staðar frá er auðkennt með stjörnu (*) á útskriftarskírteinum skólans.

Um námsmat sjá áfangastjóri og námstjórar.

Mat á tónlistarnámi

Síðast uppfært 22. febrúar 2016

Síðast uppfært: 22. febrúar 2016