Mat á öðru námi

Ef nemandi kemur í MH úr öðrum skóla sem starfar skv. aðalnámskrá framhaldsskóla halda þeir áfangar gildi sínu sem hann/hún hefur lokið með fullnægjandi árangri svo framarlega sem þeir eru skilgreindur hluti af þeirri braut sem hann/hún innritast á. Áfangar og nám sem fellur utan brautarinnar getur verið metið að því marki sem valgreinakvóti brautarinnar leyfir.

Nám sem metið er annars staðar frá er auðkennt með stjörnu (*) á útskriftarskírteinum skólans.

Um námsmat sjá áfangastjóri og námstjórar.

 

 

Mat á landsliðsverkefnum

Nemendur sem hafa keppt/keppa fyrir landslið Íslands (yngri- og eldri flokka landslið) geta sótt um að fá landsliðsverkefni metin til eininga . Hver eining felur í sér 18-24 klst. vinnu. Aðeins er hægt að sækja um mat á verkefnum sem hafa verið verið á viðkomandi almanaksári. Hámarksfjöldi eininga sem er hægt að fá metnar fyrir landsliðsverkefni er 4 einingar. Smelltu á vefslóðina hér fyrir neðan til að nálgast eyðublaðið þar sem óskað er eftir mati á landsliðsverkefni.

Mat á landsliðsverkefnum

Síðast uppfært: 16. janúar 2018