Fréttir

MH í Leipzig

Í mars fengum við í MH heimsókn frá þýskum nemendum frá Leipzig og í haustfríinu var komið að MH-ingu að heimsækja Þýskaland. Þýskudeildin sótti um Erasmus styrk til fararinnar og sóttu 9 nemendur um að taka þátt. Ferðin gekk framar vonum og innsiglaði enn betur tengslin á milli nemendanna síðan í vor.