Skólanámskrá MH

Skólanámskrá MH er í samræmi við Aðalnámskrá framhaldsskóla og byggir á lögum um framhaldsskóla (nr. 92 2008) (síða opnast í nýjum glugga):

„Hlutverk framhaldsskóla er að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og virkri þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi með því að bjóða hverjum nemanda nám við hæfi. Framhaldsskólar búa nemendur undir þátttöku í atvinnulífinu og frekara nám. Þeir skulu leitast við að efla færni nemenda í íslensku máli, bæði töluðu og rituðu, efla siðferðisvitund, ábyrgðarkennd, víðsýni, frumkvæði, sjálfstraust og umburðarlyndi nemenda, þjálfa þá í öguðum og sjálfstæðum vinnubrögðum, jafnrétti og gagnrýninni hugsun, kenna þeim að njóta menningarlegra verðmæta og hvetja til þekkingarleitar. Framhaldsskólar sinna miðlun þekkingar og þjálfun nemenda þannig að þeir öðlist færni til að gegna sérhæfðum störfum og hafi forsendur til að sækja sér frekari menntun.“

Skólanámskrá Menntaskólans við Hamrahlíð felur í sér sýn skólans á menntun og útfærir þá menntastefnu sem skólinn hefur sett sér. Hún er í sífelldri þróun og tekur breytingum ár frá ári. Henni er ætlað að vera upplýsingaveita fyrir nemendur, foreldra og forráðamenn, starfsfólk og hagsmunaaðila sem tengjast Menntaskólanum við Hamrahlíð. 

Skólanámskránni er skipt í 5 kafla sem heimasíða skólans endurspeglar. Þeir innihalda upplýsingar um skólann, starfshætti hans og skipulag, námið, uppbyggingu þess, lýsingu og kröfur, sérstakur kafli er um IB-braut og að lokum er fjallað um þjónustu sem nemendum er veitt og bókasafn skólans.

Námskráin er aðgengileg á vef skólans og er einungis á rafrænu formi. Tenglarnir hér fyrir neðan vísa allir á heimasíðu skólans.

1. Skólinn

 2. Námið

3. IB-braut (IB Studies)

4. Þjónusta

5. Bókasafn

 

Síðast uppfært: 11. janúar 2022