Fréttir

Inntökupróf í Kór Menntaskólans við Hamrahlíð

Í næstu viku fara fram, á Miklagarði, hin árlegu inntökupróf í Kór Menntaskólans við Hamrahlíð. Skipulagið eru sem hér segir: - Mánudagurinn 7. sept: Skráning í inntökupróf kl. 16:30 - 18:00. - Þriðjudagurinn 8. sept: Inntökupróf I kl. 16:30 - 18:00. - Miðvikudagurinn 9. sept: Inntökupróf II kl. 16:30 - 18:00. - Föstudagurinn 11. september: Fyrsta kóræfingin kl. 14:20. Nánari upplýsingar inn á: https://www.facebook.com/events/248432269617999/ Áhugasamir eru hvattir til að mæta en í fyrra komust færri að en vildu.

MH-ingar fá styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands

Fimm MH-ingar fengu styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands en styrkurinn var afhentur við hátíðlega athöfn 31. ágúst sl. Styrkþegar að þessu sinni voru Anna Magnúsdóttir Eirúnardóttir, Berglind Erna Tryggvadóttir, Margrét Björk Daðadóttir, Nanna Kristjánsdóttir og Sóley Halldórsdóttir. Við óskum þeim innilega til hamingju með styrkinn. Myndir frá athöfninni má sjá á facebooksíðu MH.

Námsver MH

Námsver MH er á 1. hæð í stofu 46 og er opið frá kl. 10-14 fyrst um sinn. Gengið er inn í hólf 6. Þar geta nemendur fengið stuðning við heimanám í flestum námsgreinum. Allir nemendur skólans eru velkomnir meðan húsrúm leyfir en gæta þarf að 1 metra fjarlægð milli nemenda.

Fyrsta kennsluvika

Í dag mæta nemendur í MH í tíma sem hefst kl. 14:15. í mörgum tilfellum þarf að skipta hópum í tvennt og þá mætir fyrri hópurinn kl. 14:15 en seinni kl. 15:20. Kennarar hafa sent nemendum upplýsingar um hvernig þessu er háttað í þeirra áföngum. Þegar nemendur koma í skólann þurfa þeir að kynna sér inn um hvaða inngang þeir eiga að fara og muna eftir að virða 1m relguna inni í MH.

Nýnemar í húsi

Nýnemar eru mættir til að kynnast því hvernig við ætlum að hafa þetta fyrstu þrjár vikurnar á önninni. Fyrri hópurinn mætir kl. 10:00 og seinni hópurinn mætir kl. 13:00. í framhaldi af hverjum tíma fyrir sig mun nemendastjórnin hitta þau á sal og kynna starfsemi sína fyrir þeim.

Skipulag skólastarfs við upphaf haustannar / Organization of school work at the beginning of autumn

Frá og með 24. ágúst munu nemendur mæta í tvöfalda tíma í stundatöflunni sinni en aðrir tímar verða kenndir í gegnum rafrænt kennsluumhverfi skólans og aðra samskiptamiðla sem kennarar styðjast við. Þar með hitta allir nemendur kennarann sinn og samnemendur í hverjum áfanga, einu sinni í viku. Í fyrstu kennsluviku mæta nemendur í alla tvöfalda tíma samkvæmt stundatöflunni. Í annarri kennsluviku mæta nemendur aðeins í tvöfalda tíma á morgnana og í þriðju kennsluviku mæta nemendur í alla tvöfalda tíma eftir hádegi. Sumum hópum þarf að tvískipta til að virða eins metra reglu. Skólanum er skipt upp í nokkur hólf og þurfa nemendur að nota mismunandi innganga eftir því hvar þeir sækja tíma (sjá kort undir COVID19 á heimasíðunni). Kennarar munu senda út hverjir eiga að mæta í fyrri tímann og hverjir í síðari tímann. Skipulagið verður endurskoðað jafnóðum í samræmi við breytingar á reglum og tilmælum almannavarna og sóttvarnarlæknis. Nánari upplýsingar eru undir hnappnum COVID19 á heimasíðu skólans. Organization of school work at the beginning of autumn From the 24th of August, students will attend classes that are two hours in their timetable, but other classes will be taught through INNA and other communication software that teachers use. In this way, all students meet their teacher and fellow students in all courses, once a week. In the first week of teaching, students attend all two hour classes according to the timetable. In the second week of teaching, students only attend two hour classes in the morning and in the third week of teaching, students attend all two hour classes in the afternoon. Some classes need to be divided because the classrooms do not fit 30 students to respect the one meter rule. The school is divided into several compartments and students have to use different entrances depending on where they attend classes (see map under COVID19 on the website). Teachers will send out who should attend earlier session and who attend the later session. The plan will be reviewed immediately in accordance with changes in the rules and recommendations from Directorate of Health and the Department of Civil Protection and Emergency Management. Further information is available under the COVID19 button on the school's website. The IB-Coordinator will send further information to IB-Students.

Nýnemar - MH haust 2020

Stundatöflur eru sýnilegar í Innu skv. frétt hér að neðan. Nýnemar í MH og nemendur sem eru að koma úr öðrum framhaldsskólum, sem telja sig þurfa töflubreytingar eða þurfa meiri upplýsinar, geta hitt námstjóra hér í MH fimmtudaginn 13. ágúst, föstudaginn 14. ágúst og mánudaginn 17. ágúst milli kl. 10:00 og 14:00.

Stundatöflur haustannar 2020

Stundatöflur haustannar 2020 (see English below) Stundatöflur nemenda eru núna sýnilegar í Innu fyrir þá sem greitt hafa skólagjöld. Athugið að þið þurfið að nota rafræn skilríki eða íslykil til að komast inn á Innu. Leiðbeiningar eru í Innu undir aðstoð. Eldri nemar sem telja sig þurfa töflubreytingu eiga að sækja um sem allra fyrst í gegnum Innu. Breyttar töflur birtast í Innu eftir því sem þær vinnast. Hægt er að biðja um töflubreytingar í gegnum Innu til og með mánudeginum 17. ágúst. Eftir það þarf að fara til námstjóra eða áfangastjóra. Hvetjum við ykkur til að ganga frá þessu sem fyrst. Námsgagnalisti/bókalisti er aðgengilegur í Innu. Nýnemar sem eru að byrja í MH sækja EKKI um töflubreytingar í Innu heldur geta gert það hér í MH, hjá námstjórum, milli 10:00 og 14:00 13., 14. og 17. ágúst. Nánari upplýsingar koma síðar um byrjun haustannar. Timetables for Fall 2020 Students who have paid their tuition fees can check their timetable on Inna. If you are an IB student all your changes have to go through Soffía Sveinsdóttir. Futher information about the start of the school will come later.

Inna lokuð

Aðgangur að Innu er lokaður hjá öllum nemendum MH en verður opnaður aftur eftir kl. 16 miðvikudaginn 12. ágúst. Þá munu þeir sem greitt hafa skólagjöld sjá stundatöflur og um leið bókalista fyrir þá áfanga sem eru í stundatöflu. Opnað verður fyrir töflubreytingar hjá eldri nemendum á sama tíma og er sótt um þær í gegnum Innu. Einungis eldri nemendur (ekki þeir sem eru að hefja nám í haust) geta sótt um töflubreytingar í Innu en nýnemar og eldri nýnemar í MH geta komið í viðtalstíma hjá námstjórum ef þeir þurfa að fá einhverjar breytingar. Námstjórar verða við 12., 13. og 17. ágúst frá kl. 10:00 - 14:00. Inna is closed but will open on the 12th of August for those who have paid the school fee.

Upphaf skólaársins 2020-2021

Skrifstofa skólans hefur opnað að loknu sumarleyfi. Á þessari stundu er óljóst hvernig skólahaldi verður háttað vegna samkomutakmarkana sem ríkja. Von er á nýjum upplýsingum frá sóttvarnarlækni um samkomutakmarkanir þann 13. ágúst og verður gefið út í kjölfarið hvernig skólahaldi verður háttað við upphaf haustannar. Stefnt er að því að taka á móti nýnemum þann 18. ágúst og munu nýnemar fá póst með nánari upplýsingum þegar nær dregur. Skólinn mun fylgja þeim relgum sem almannavarnir og sóttvarnarlæknir hafa sett um samkomur og skólahald. Nánari fréttir verða settar á heimasíðuna í vikunni og eru nemendur hvattir til að fylgjast vel með.