Fréttir

Skráning í stöðupróf

Stöðupróf verða á tímabilinu 28. nóv. til 8. desember. Nánari upplýsingar um próf og tíma má nálgast hér eða með því að smella á Stöðupróf í listanum á stikunni hér til vinstri.

Próftafla og umsóknir nemenda um breytingar

Próftafla nemenda fyrir haustönn 2012 er nú aðgengileg í Innu. Hægt er að sjá próftöfluna með því að fara í Innu og smella á Próftafla  á lista vinstra megin. Athugið að próftaflan er einungis aðgengileg í Innu. Dagskólanemar mega sækja um að hliðra próftöflu sinni ef:

Skokkað með Soffíu og vaknað með Kalla

Hlaupið eða gengið með skokkhópi Soffíu á mánudögum kl. 15:30 - 16:30:   Frískandi skokk eða ganga í lok skóladags. Fyrir nemendur og starfsmenn! Upphitun og teygjur en hraði að eigin vali. Vaknað með Kalla við kóreanskar morgunæfingar á miðvikudögum kl. 7:45 - 8:05: Farðu rólega af stað inn í daginn! Öndun, léttar teygjur, nudd. Slökun og íhugun.

Haustfrí 19. og 22. október

Skólinn verður lokaður vegna haustfrís föstudaginn 19. október og mánudaginn  22. október.

Umsókn um skólavist vorið 2013

Innritun nýrra nemenda í dagskóla fyrir vorönn 2013 hefst 1. nóvember og stendur til 23. nóvember. Innritun fer fram á http://www.menntagatt.is/

Valinu lauk á miðnætti 15. okt.

Gekkst þú frá valinu þínu?

Aðalfundur Foreldraráðs MH í dag 16. okt. kl. 17:30

Fundurinn verður haldinn í stofu 11 kl 17:30 í MH í dag þriðjudaginn 16. okt. og hefst hann með kaffi og meðlæti í boði skólans. Á dagskrá er: 1. Skýrsla stjórnar fyrir veturinn 2011 til 2012. 2. Kosning nýrrar stjórnar. 3. Önnur mál. Eftir áfyllingu á kaffið mun Sigurlaug Hauksdóttir, félagsráðgjafi hjá Embætti Landlæknis, flytja okkur fræðsluerindi undir yfirskriftinni "Hver er staða kynheilbrigðis meðal ungs fólks? Geta foreldrar bætt um betur?

Áfangaframboð vorannar 2013

Nú er gott að fara að huga að vali fyrir vorönn 2013 sem hefst næsta mánudag 8. október og lýkur viku síðar.   Hér má nálgast lista yfir þá áfanga sem í boði verða og  hér má sjá leiðbeiningar fyrir val.

Bleiki dagurinn 2012

Bleiki dagurinn 2012 Klæðumst bleiku sem tákni um samstöðu í baráttunni gegn krabbameini hjá konum!

Lífshlaupið - framhaldsskólakeppni 3. - 16. okt.

Lífshlaup framhaldsskólana hefst í dag miðvikudaginn 3. október. Við hvetjum alla MH-inga, nemendur og starfsfólk til þess að taka þátt og skrá inn árangur sinn jafnt og þétt.   Hér getið þið skráð ykkur og gengið til liðs við skólann.  Ítarlegri leiðbeingar eru hér. Koma svo MH-ingar!