Útlánareglur

Bókasafnið þjónar nemendum og starfsmönnum skólans.

Flestar bækur safnsins eru lánaðar út í tvær vikur.

Kennslubækur, orðabækur og handbækur eru einungis til notkunar innan skólans.

Á hverri önn er töluverður fjöldi bóka frátekinn vegna verkefnavinnu nemenda. Þær bækur þurfa að vera aðgengilegar nemendum á safninu og eru því ekki lánaðar út. Hægt er að fá aðstoð við ljósritun eða skönnun upp úr þeim á safninu.

Síðast uppfært: 05. maí 2023