Fréttir

Páskafrí hafið! Opnunartímar skrifstofu skólans í páskaviku.

Mánudag og þriðjudag í dymbilviku, 30. og 31. mars, verður skrifstofa skólans opin frá kl.10:00 til kl. 14:00. Eftir páska verður skrifstofan opin frá og með þriðjudeginum 7. apríl á auglýstum skrifstofutíma. Kennsla hefst svo miðvikudaginn 8. apríl. Gleðilega páska!

Próftafla og umsóknir nemenda um breytingar

Nemendur athugið. Próftafla ykkar er nú aðgengileg á Innu. Nemendur mega sækja um að hliðra próftöflu sinni ef: Tvö próf eru á sama tíma Þrjú próf eru á sama degi Ef tvö löng próf, lengri en ein klukkustund hvort próf, eru á sama degi. Ekki er leyft að breyta próftöflu vegna ferðalaga! Nemendur sem uppfylla ofangreind skilyrði geta sent Guðmundi Arnlaugssyni prófstjóra (profstjori@mh.is) tölvupóst fyrir 13. apríl. Próftafla vorannar 2015 

Takk fyrir komuna!

Hér var líf og fjör á opnu húsi miðvikudaginn 11. mars þegar skólinn fylltist af grunnskólanemendum og forráðamönnum þeirra. Björg náms- og starfsráðgjafi  sá til þess að skipulagið og umgjörðin væri góð og nemendafélagið um kynnisferðir um skólann. Við þeim tók svo vaskur hópur kennara, náms- og starfsráðgjafa, nemenda, sérkennara, túlks og stjórnenda. Kórinn sá um  fallegan söng undir stjórn Þorgerðar og Ingvar matreiðslumeistari um fagurlega framreidda ávexti og kaffi. Úr varð hin skemmtilegasta blanda góðra gesta og heimafólks. Kærar þakkir fyrir komuna!

Opið hús fyrir grunnskólanema 11. mars kl. 17 - 19

Miðvikudaginn 11. mars verður opið hús í MH frá kl. 17:00-19:00 fyrir grunnskólanema og forráðamenn þeirra. Í opnu húsi verður námsframboð, inntökuskilyrði og félagslíf skólans kynnt. Námstjórar, kennarar, stjórnendur og náms- og starfsráðgjafar munu sitja fyrir svörum um námsframboð og annað sem gestum liggur á hjarta varðandi nám við skólann. Náms-og starfsráðgjafar verða með glærusýningu um brautir skólans og ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir þá sem huga á nám hér í M.H. Nemendur kynna félagslíf nemenda og NFMH. Leiðsögn nemenda um skólann kl. 17:10, 17:25, 17:40, 18:15, 18:30 og 18:45. Glæsilegt bókasafn skólans verður opið gestum og einnig gefst tækifæri til þess að kíkja í hinar ýmsu kennslustofur. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur kl. 18:00

Valvika 3.-10. mars 2015 - Course selection for fall term

Allir nemendur sem ætla að stunda nám í skólanum á haustönn 2015 verða að velja áfanga fyrir næstu önn. Valið er bindandi og stendur frá 3.- 10. mars.  Þess vegna ættu allir að fara að huga að valinu, fara á heimasíðu skólans undir:  upplýsingar um val – áfangar og skoða ”áfanga í boði”, ”Leiðbeiningar fyrir val”  til að glöggva sig á framgangi valsins. Einnig eru á heimasíðunni sérstakar leiðbeiningar fyrir þá sem eru að velja í fyrsta skipti undir: Ábendingar um námsval eftir fyrstu önn. Leiðbeiningar um innslátt á vali eru í handbók forráðamanna á heimasíðu MH. It is high time to select courses for the fall term 2015 Starting today March 3rd you can enter the courses of your choice for next term. The last day to select is Monday March 10th. Áfangaframboð /available courses for the next term are now to be seen on our homepage. Guide to course selection in IB.

Vali fyrir haustið 2015 lýkur í dag þriðjudaginn 10. mars!

Er þú ekki örugglega búin(n) að velja fyrir haustönn 2015? Valinu lýkur í dag 10. mars.

Skráning í aðgangspróf í Háskóla Íslands

Fjórar deildir Háskóla Íslands munu nýta aðgangspróf fyrir háskólastig eða A-próf til að taka inn nemendur haustið 2015. Opnað hefur verið fyrir skráningu í A-próf sem munu fara fram í mars og júní. Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni http://www.hi.is/a_prof.  Þar eru einnig sýnishorn af prófspurningum. Prófin eru haldin tvisvar á ári í mars og Júní. Útskriftarnemendur athugið að skráningu lýkur 13. mars vegna A-prófa Hjúkrunarfæðideildar og Lagadeildar sem haldin verða 21. mars.