Fréttir

Tómas Ingi Hrólfsson sigrar í efnafræðikeppni framhaldsskólanna

Nýlega fór fram úrslitakeppni framhaldsskólanna í efnafræði og voru MH-ingar á meðal þátttakenda. Tómas Ingi Hrólfsson sigraði og er árangur hans athyglisverður þar sem hann sigraði fyrr í vetur í stærðfræðikeppni framhaldsskólanna. Annar MH-ingur, Jón Klausen, náði mjög góðum árangri og varð í 12. sæti. Við óskum þeim innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur.

Sérúrræði í prófum

Nemendur sem þurfa á sérúrræðum að halda í prófunum í vor eiga að hafa samband við náms- og starfsráðgjafana fyrir 9. apríl.

Próftafla og umsóknir nemenda um breytingar

Nemendur athugið. Próftafla ykkar er nú aðgengileg á Innu. Nemendur sem uppfylla skilyrði skólans fyrir próftöflubreytingum geta sent umsókn um breytingu á próftöflu á heimasíðu skólans fyrir föstudaginn 12. apríl. Einnig er hægt að senda Guðmundi Arnlaugssyni prófstjóra tölvupóst á netfangið profstjori@mh.is

Gleðihlaup / Íþróttaganga

Íþróttakennarar og heilsueflandi teymi MH efna til Gleðihlaups MH föstudaginn 29. mars. Hlaupið/gangan hefst kl. 14:30 fyrir utan MH. Um er að ræða 8 km hlaup/ göngu þar sem áherslan er á að hreyfa sig og hafa gaman saman. Nemendur, starfsfólk og fyrrum starfsfólk MH, verið öll velkomin! Hlökkum til að sjá ykkur og góða skemmtun. Nemendur athugið að hlaupið gengur upp í mætingu vegna aukatíma í íþróttum.

Óðríkur Algaula

Söngkeppnin "Óðríkur Algaula" fór fram mánudaginn 25. mars. Í þriðja sæti var Birgitta Sveinsdóttir, í öðru sæti var Joseph Benedict og í fyrsta sæti var Anna Róshildu B Böving. Til hamingju með frábæra frammistöðu.

Frönskukeppni

Frönskukeppni grunn- og framhaldsskólanema sem haldin er árlega af Félagi frönskukennara, Franska sendiráðinu á Íslandi og Alliance française var haldin laugardaginn 23. mars. MH-ingar hrepptu 1. og 2. sæti. Í sigurliðinu voru Ernir Ómarsson, Nanna Kristjánsdóttir og Unnur Aldred. Í 2. sæti voru Elínborg Una Einarsdóttir, Hekla Martinsdóttir Kollmar, Hrafnhildur Einarsdóttir og Sunna Tryggvadóttir. Við óskum þeim innilega til hamingju.

Stærðfræðikeppni fyrir grunnskólana

Úrslit Pangea á Íslandi voru haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð um helgina. 86 nemendum hvaðanæva af landinu var boðið að taka þátt eftir að hafa komist í gegnum tvær undankeppnir. Keppnin var nú haldin í fjórða skipti á Íslandi og voru 3352 nemendur úr 8. og 9. bekk skráðir til leiks. Þátttökuskólar voru samtals 68. Að lokinni keppni var boðið uppá veitingar og skemmtiatriði áður en úrslit voru tilkynnt. Nánar upplýsingar um Pangea má finna hér.

Góður árangur í landskeppni í líffræði

Hafdís Ósk Hrannarsdóttir stóð sig mjög vel í úrslitakeppninni í líffræði. Hafdís Ósk varð í 3. sæti og vann sér sæti í landsliðinu. Hafdís Ósk stundar nám á IB-braut skólans og mun útskrifast í vor. Við óskum henni til hamingju með þennan glæsilega árangur.

Mín Framtíð 2019

Dagana 14. - 16. mars standa yfir framhaldsskólakynningar í Laugardalshöll. Þar eru framhaldsskólar landsins að kynna sig og starfsemi sína. Námsráðgjafar verður á svæðinu og taka vel á móti gestum. Miðvikudaginn 20. mars verður svo opið hús í MH frá kl. 17:30 - 19:00

Góður árangur í landskeppni í efnafræði

18. almenna landskeppnin í efnafræði fór fram í framhaldsskólum landsins fimmtudaginn 28. febrúar. Alls tók 141 nemandi þátt, úr sex skólum. Tómas Ingi Hrólfsson hafnaði í 6. sæti og Jón Klausen í 12. sæti. Þeir Tómas Ingi og Jón hafa unnið sér þátttökurétt í úrslitakeppninni sem fer fram í Háskóla Íslands 23.-24. mars nk. Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn.