30.12.2025
Stundatöflur eru sýnilegar í Innu hjá þeim sem greitt hafa skólagjöldin og opnað hefur verið fyrir umsóknir um töflubreytingar hjá eldri nemendum í INNU. Töflubreytingum í INNU lýkur mánudaginn 5. janúar og þá er einungis hægt að sækja um töflubreytingar hjá námstjórum til og með mánudeginum 12. janúar. Eftir það er ekki hægt að bæta við áföngum en hægt er að skrá sig úr áfanga/um.
Nýir MH-ingar sem telja sig þurfa að fá einhverjar breytingar á stundatöflunni sinni mega koma í MH föstudaginn 2. janúar milli 10:00 og 14:00 og fá aðstoð námstjóra til að laga stundatöflurnar. Einnig boðum við nýja MH-inga á kynningarfund mánudaginn 5. janúar kl. 13:00 í stofu 11. Eftir kynningarfundinn verður hægt að mæta til námstjóra og skoða stundatöflur ef enn er eitthvað í ólagi.
Fyrsti kennsludagurinn er þriðjudaginn 6. janúar skv. stundatöflu.
19.12.2025
Í dag voru brautskráðir 84 nemendur frá Menntaskólanum við Hamrahlíð af 6 námsbrautum. Flestir útskrifuðust af opinni braut eða 55 nemendur, 9 af náttúrufræðibraut, 15 af félagsfræðabraut, 2 af málabraut, 1 af listdansbraut og 3 af listmenntabraut. Dúx skólans var Sölvi Freyr Valdimarsson, stúdent af náttúrufræðibraut með 9,78 í meðaleinkunn. Semidúx var Valgerður Birna Magnúsdóttir stúdent af félagsfræðabraut og málabraut með 9,18 í meðaleinkunn. Fyrir hönd nýstúdenta fluttu Flóki Dagsson og Þórhildur Þorsteinsdóttir ræðu, Óskar Rafnsson söng einsöng, Hildur Arna Hrafnsdóttir lék á þverflautu og nýstúdentar úr kórnum fluttu jólalag. Kór og nýstofnuð barrokksveit kórs MH sáum um tónlistina undir stjórn kórstjórans Hreiðars Inga Þorsteinssonar. Til hamingju með daginn og gleðileg jól.
15.12.2025
Nú er prófum lokið hjá langflestum MH-ingum og kennarar sitja sveittir við að ganga frá einkunnum. Opnað verður fyrir einkunnir í Innu þriðjudaginn 16. desember kl. 16.00.
09.12.2025
Skólagjöld nemenda sem eiga val fyrir vorönn 2026 og voru í skólanum haust 2025 hafa verið lögð á. Athugið að gjalddaginn er 8. des og eindaginn er 19. des.
The invoice for MH school fee has been sent out and has to be paid before the 19th of December. Athugið að skólagjöld eru ekki lögð á nemendur sem eru á stúdentsbraut í MÍT.
Skólagjöld nýrra MH-ingar verða lögð á seinna í desember.
01.12.2025
Lokaprófin hófust í dag 1. desember skv. próftöflu. Nemendur sjá sína eigin próftöflu í Innu og þar kemur líka fram klukkan hvað prófin byrja. Nemendur sem hafa sótt um að breyta prófi þurfa að athuga að próftaflan í Innu hefur ekki breyst og allar upplýsingar um breyttan próftíma eru í tölvupósti til hvers og eins frá prófstjóra. Passið vel upp á að skoða þetta vel svo þið missið ekki af prófi. Allir nemendur hafa fengið tölvupóst frá prófstjóra þar sem farið er yfir helstu atriði varðandi próftöku í MH.