Fréttir

Staðfesting á vali og prófasýning / Confirmation of course selection and viewing of test papers

Hér eru nánari leiðbeiningar fyrir staðfestingu vals,   listi yfir áfanga í boði á haustönn og listi yfir áfanga sem falla niður. Dagskrá staðfestingardags mánudagsins 23. maí: Viðtalstímar valkennara dagskóla verða frá 9:00 - 11:00 Prófasýning verður frá 11:15 - 12:15. Nemendur eru hvattir til þess að nýta sér þetta tækifæri til þess að skoða prófin.  Staðfestingu og nauðsynlegri lagfæringu á vali dagskólanema þarf að vera lokið kl. 14:00 og skila þarf inn P-umsóknum fyrir kl. 11:30. Athugið að ekki verður hægt að sækja um P-áfanga í haust. Timetable on course selection day Monday May 23rd: Teachers assisting with course selection will be available from 9:00 - 11:00. Viewing of test papers is possible from 11:15 - 12:15. Students are encouraged to use this opportunity to view the test papers. Confirmation or adjustment of the course selection for spring term has to be finished by 2 o´clock.

Prófatímabilið 2. til 17. maí - Final tests

Próf hefjast mánudaginn 2. maí og standa til þriðjudagsins 17. maí. Veikindi á prófdegi verður að tilkynna skrifstofu skólans (S: 5955200) fyrir kl. 14:00 samdægurs. Þá fær nemandinn upplýsingar um sjúkrapróf. Nemandinn mætir í sjúkrapróf á tilsettum tíma og skilar þar læknisvottorði fyrir veikindadaginn.     Skrifstofa er opin alla virka daga kl. 8:30 - 15:30. Bókasafnið er opið alla virka daga frá kl. 8:00 - 18:00 og laugardaginn 7. maí frá kl. 10:00 - 15:00. Prófstjóri er með viðtalstíma alla prófdaga kl. 10 - 11 í st. 38. Gangi ykkur vel í prófunum! Final exams start on May 2nd and end on May 17th. Students that fall sick during the finals phone the office (Tf. 5955200) before 2 pm on the exam day at which time they will receive  information regarding makeup exams. Students need to hand in a doctor’s note  at the start of makeup exams.   The School office is open from 8:30 am - 3:30 pm Monday – Friday. The Library is open Monday – Friday from 8 am - 6 pm and on Saturday May 7th from 10 am - 2 pm. The administrator in charge of exams can be found in room 38 from 10 – 11 on the mornings of test days. Good luck with your exams!

Náttsól vann í Istanbúl

Hljómsveitin Náttsól, skipuð MH-ingum, vann Vodafone FreeZone highschool music contestfyrir stuttu síðan. Keppnin í Istanbúl var tvíþætt. Annars vegar kepptu 25 Tyrkneskar sveitir (fulltrúar ólíkra svæða á Tyrklandi) sín á milli og fengu ýmis verðlaun og viðurkenningar s.s. skólastyrki og hljóðfærakaupastyrki. Hinsvegar var alþjóðleg keppni og í henni fengu þrjú lönd viðurkenningar. Malta og Gana fengu viðurkenningar fyrir sviðsframkomu en Náttsól frá Íslandi (MH) fékk aðal viðurkenninguna sem var "Best Performance Award". Náttsól vann einnig Söngkeppni framhaldsskólanna fyrir stuttu síðan. Til hamingju!