Umsjónarmenn tölvukerfis skólans eru:
Nemendur skrá sig inn í tölvukerfi skólans með því að setja kennitölu sína sem notendanafn og síðan lykilorð sitt. Skólinn sendir nýnemum hverrar annar lykilorð sem þeir nota í fyrsta skipti sem þeir fara inn í kerfið og þá búa þeir til sitt eigið lykilorð. Ef upp koma vandamál með lykilorð er hægt að snúa sér til starfsfólks á bókasafni skólans.
Notkunarreglur
- Nemendur hafa aðgang að tölvum á Miðgarði og á bókasafni skólans. Einnig er tölvuver í stofu 48 sem notað er fyrir kennslu. Hægt er að fá lánaðar fartölvur á bókasafninu en ekki er leyfilegt að fara með þær út af safninu. Notendanafn er kennitala viðkomandi og aðgangsorð er sent til nemenda í upphafi skólaárs og/eða annar. Allir þurfa að breyta aðgangsorði sínu við fyrstu skráningu inn í kerfið. Nemendur bera ábyrgð á lykilorðum sínum.
- Nemendur hafa aðgang að tveimur svæðum þ.e. einkasvæði (heimasvæði) til að vista gögn og almennu svæði (geymslu) sem allir hafa fullan aðgang að.
- Nemendur hafa aðgang að þráðlausa netinu í skólanum. Nemendur skulu skrá sig á net sem heitir MH-Nemendur. Aðgangsorð er sent í tölvupósti til nemenda í upphafi annar. Nemendur eru skyldugir að sjá til þess að fartölva viðkomandi sé með uppsett vírusvarnarforrit sem er uppfært reglulega. Hægt er að nota aðgangsorðið á þrjú tæki samtímis.
- Nemendur hafa aðgang að þremur prenturum sem eru staðsettir á Miðgarði, bókasafninu og við stofu 48. Þessir prentarar eiga allir að vera til staðar eftir skráningu inn í kerfið. Í upphafi annar fá allir nemendur 100 blaðsíðna prentkvóta. Hægt er að kaupa viðbótarkvóta hjá starfsmönnum bókasafnsins. Ef nemandi þarf að fá prentun í lit skal snúa sér til bókasafnsins og borga fyrir útprentun. Hægt er að senda skjöl á bokasafn@mh.is.
- Óleyfilegt er að:
-
- reyna að tengjast tölvubúnaði skólans með öðru notandanafni en því sem notandi hefur fengið úthlutað,
- veita öðrum aðgang að notandanafni sínu,
- fjarlægja vélbúnað, breyta eða afrita hugbúnað eða gögn sem eru í eigu skólans,
- senda, sækja eða geyma klámefni eða ofbeldisefni,
- nota leiki í tölvunum,
- neyta matar eða drykkjar í kringum tölvurnar.