30.05.2017
Innritun 10. - bekkinga fyrir haustið 2017 er frá 4. mars til 9. júní. Með góðu skipulagi og dugnaði geta nemendur lokið náminu á 3 árum!
Innritun eldri nemenda (fæddir 2000 eða fyrr) sem ætla að skipta um skóla hefst mánudaginn 3. apríl og lýkur miðvikudaginn 31. maí.
Innritunin allra fer fram á Menntagátt. Hér eru tenglar í upplýsingar um námsbrautir, inntökuskilyrði og úrvinnslu og viðmiðunarreglur MH.
29.05.2017
Brautskráðir hafa verið 152 nemendur frá Menntaskólanum við Hamrahlíð!
Til hamingju öll sömul!
29.05.2017
Kórarnir í Hamrahlíð, Hamrahlíðarkórinn og Kór Menntaskólans við Hamrahlíð,
kalla á vorið með tvennum tónleikum í hátíðarsal skólans á uppstigningardegi 25 maí.
Þetta er hið árlega VORVÍTAMÍN kóranna, hátíð fyrir alla fjölskylduna með söng,
hljóðfæraleik og ýmsum skemmtiatriðum og uppákomum. Það verður líf og fjör
allan daginn, leikhorn fyrir börn, vísindastofa, hljóðfærastofa og kaffiveitingar.
Fyrri tónleikarnir hefjast kl. 14 og síðari kl. 16 og eru þeir með ólíkum efnisskrám.
Kórarnir hafa valið mörg lög á efnisskrá sem gestir verða hvattir til að taka undir
og fagna sumri.
Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir.
29.05.2017
Vegna vorferðar starfsmanna verður skrifstofa skólans lokuð frá kl. 13:00 miðvikudaginn 24. maí. Að venju er síðan lokað á uppstigningardegi fimmtudaginn 25. maí. Skrifstofan verður opnuð aftur á hefðbundnum tíma kl. 8:30 föstudaginn 26. maí.
Brautskráning verður laugardaginn 27. maí kl. 14:00.
22.05.2017
Sumarönnin mun standa frá 22. maí til 24. júní 2017.
Kennt verður samkvæmt eftirfarandi töflu:
◾Íslenska 3 ÍSLE3CC05 þrið. og fim. frá kl. 16:30 til 20:00 í st. 16.
◾Íslenska 5 ÍSLE3EE05 mán. og mið. frá kl. 16:30 til 20:00 í st. 16.
◾Stærðfræði (Líkindareikn. og tölfræði) STÆR2CT05 þrið. og fim. frá kl. 16:30 til 20:00 í st. 12.
Ráðgert er að prófað verði laugardaginn 24. júní, nánari tímasetning og fyrirkomulag verður ákveðin síðar.
STÆR3DD05, SAGA22BE05 og SÁLF2BÞ05 falla niður.
26.05.2017
Allir nemendur sem brautskrást laugardaginn 27. maí eiga að mæta á útskriftaræfingu föstudaginn 26. maí kl. 18:00. Æfingin tekur rúman klukkutíma og mjög áríðandi að allir mæti og séu á réttum tíma.All students graduating on Saturday May 27th are required to attend a rehersal at 6 pm on Friday May 26th. This is important and please be on time.
19.05.2017
Hér eru nánari leiðbeiningar fyrir staðfestingu vals og hvernig það er gert í Innu, hér er listi yfir áfanga í boði á haustönn og listi yfir áfanga sem falla niður.
Dagskrá staðfestingardags föstudagsins 19. maí:
Viðtalstímar valkennara dagskóla verða frá 10:00 - 11:00
Prófasýning verður frá 11:15 - 12:15. Nemendur eru hvattir til þess að nýta
sér þetta tækifæri til þess að skoða prófin því eftir þennan tíma fara prófin í geymslu.
Staðfestingu og nauðsynlegri lagfæringu á vali dagskólanema þarf að
vera lokið kl. 14:00 og skila þarf inn P-umsóknum fyrir kl. 11:30. Athugið að ekki verður hægt að sækja um P-áfanga í haust.
Timetable on course selection day Friday May. 19th:
Teachers assisting with course selection will be available from 10:00 - 11:00.
Viewing of test papers is possible from 11:15 - 12:15. Students are encouraged to use this opportunity to view the test papers.
Confirmation or adjustment of the course selection for spring term has to be finished by 2 o´clock.
18.05.2017
Inna verður opnuð nemendum síðdegis í dag og þá geta nemendur séð einkunnir sínar og staðfest valið fyrir næstu önn.
01.05.2017
Próf hefjast þriðjudaginn 2. maí og standa til mánudagsins 15. maí. Veikindi á prófdegi verður að tilkynna
skrifstofu skólans (S: 595 5200) fyrir kl. 14:00 samdægurs. Þá fær nemandinn upplýsingar um sjúkrapróf. Nemandinn mætir í
sjúkrapróf á tilsettum tíma og skilar þar læknisvottorði fyrir veikindadaginn. Skrifstofa er opin alla virka daga kl. 8:30 - 15:30. Bókasafnið er opið alla virka daga kl. 8 - 18 og
laugardaginn 6. maí kl. 10 14. Próftafla vorið 2017.
Prófstjóri er með viðtalstíma alla prófdaga kl. 10 - 11 í st. 38. Gangi ykkur vel
í prófunum!
Final exams start on May 2nd and end on May 15th. Students that fall sick during the finals phone the office (Tf. 595 5200) before 2 pm on the exam
day at which time they will receive information regarding makeup exams. Students
need to hand in a doctors note at the start of makeup exams. The School office is open from 8:30 am - 3:30 pm Monday Friday. The
Library is open Monday Friday from 8 am - 6 pm and Saturday May 6th from 10
am - 2 pm. Test table spring 2017.
The administrator in charge of exams can be found in room 38 from 10 11 on the mornings of test days. Good luck with your exams!
01.05.2017
Innritun 10. - bekkinga fyrir haustið 2017 er frá 4. mars til 9. júní. Með góðu skipulagi og dugnaði geta nemendur lokið náminu á 3 árum!Innritun eldri nemenda (fæddir 2000 eða fyrr) sem ætla að skipta um skóla hefst mánudaginn
3. apríl og lýkur miðvikudaginn 31. maí.Innritunin allra fer fram á Menntagátt. Hér eru tenglar í upplýsingar um námsbrautir, inntökuskilyrði og úrvinnslu og viðmiðunarreglur MH.