Fréttir

MH-ingar

Nýir MH-ingar hafa litið dagsins ljós í Útgarði og njóta þess að fá að búa þar. Á meðan þreyta eldri MH-ingar próf og njóta þess að hlusta á róandi fuglasönginn. Síðasta próf verður á föstudaginn og þá geta eldri og yngri MH-ingar flogið saman út í sumarið Umsóknartímabilið stendur einmitt yfir fyrir nýnema haustannar og hvetjum við þau sem vilja kynna sér MH að skoða hvað skólinn hefur upp á að bjóða.

Hvað er prófkvíði og hvað er til ráða?

Í þessum heilsumola ræðir Erla íþróttakennari og þáttastjórnandi við Sólrúnu Ósk Lárusdóttur, sálfræðing í MH um prófkvíða, afhverju hann stafar og hvað er hægt að gera til þess að minnka áhrif hans á okkur.

Prófin hafin

Í dag er fyrsta próf skv. próftöflu og standa prófin yfir til og með 16. maí. Próftafla nemenda er sýnileg í Innu og próftaflan í heild sinni er á heimasíðunni. Staðsetningu prófa má finna á heimasíðunni. Veikindi á prófdegi þarf að tilkynna samdægurs í Innu, fyrir kl. 14. Gangi ykkur sem best og passið upp á næringu og hvíld.

Kórferð um norðvesturland

Föstudaginn 24. apríl hélt Kór MH af stað í tónleikaferð um norðvesturland. Kórinn byrjaði á að syngja fyrir yngstu nemendur Helgafellsskóla í Mosfellsbæ og svo lá leiðin til Húnabyggðar. Daginn eftir var haldið til Skagastandar í blíðskaparveðri, þar sem nemendur heimsóttu Spákonuhof og héldu tónleika í Hólaneskirkju. Eftir það lá leiðin til Blönduóss þar sem kórinn hélt tónleika í Blönduóskirkju. Gist var tvær nætur á Reykjum í Hrútafirði. Ferðin endaði svo með viðkomu í Reykholtskirkju í Borgarfirði þar sem haldnir voru lokatónleikar annarinnar. Mjög vel heppnuð ferð í alla staði.

Snúður í 3. sæti í keppni Ungra frumkvöðla

MH-ingarnir Högni Gylfason og Helgi Þórir Sigurðsson urðu í 3. sæti í keppni Ungra frumkvöðla með borðspil sem þeir hönnuðu frá grunni byggt á færnimerkjum skáta. Spilið er ætlað skátum í leik og starfi.

Útskriftarefni kveðja skólann

Í dag gafst útskriftarefnum skólans kostur á að kveðja kennara, starfsfólk og samnemendur. Dagurinn byrjaði með morgunverði á Matgarði í boði útskriftarefna, næst var skemmtun á sal fyrir alla og að lokum fóru nemendur út í vorið og gerður sér glaðan dag. Til hamingju með síðasta kennsludaginn öll og gangi ykkur vel í prófunum.

Íþróttakarl KR er MH-ingur

Í gær var tilkynnt um val á íþróttafólki ársins hjá Knattspyrnufélagi Reykjavíkur. Skemmst er frá því að segja að íþróttakarl ársins var valinn taekwondo-maðurinn og MH nýneminn Guðmundur Flóki Sigurjónsson en það hefur ekki farið fram hjá lesendum MH síðunnar að hann hefur náð frábærum árangri að undanförnu.

Nemenda- og hollvinasamtök MH, NHMH

Þann 13. mars s.l. var haldinn aðalfundur fulltrúaráðs Nemenda- og hollvinasamtaka Menntaskólans við Hamrahlíð (NHMH). Aðalfund skal halda á þriggja ára fresti og kjósa samtökunum fimm manna stjórn úr hópi fulltrúaráðs en það skipa fyrrverandi forsetar Nemendafélags MH eða staðgenglar þeirra. Félagsmenn NHMH eru aftur á móti allir útskrifaðir nemendur frá MH, starfsmenn skólans fyrrverandi og núverandi, sem og fyrrverandi nemendur, sem ekki luku stúdentsprófi en óska eftir því að verða teknir upp á félagaskrá.

Búið að opna fyrir umsóknir nýnema haustið 2025

Innritun í framhaldsskóla stendur yfir frá 25. apríl til og með 10. júní 2025. Sótt er um framhaldsskóla í gegnum Ísland.is, island.is/umsokn-um-framhaldsskola og þar eru allar helstu upplýsingar um umsóknarferlið.

Fyrirtækjasmiðja Ungra frumkvöðla í Smáralind

Junior Achievement á Íslandi stendur á hverju ári fyrir fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla en þar vinna nemendur að ýmsum sjálfstæðum verkefnum þar sem þau sýna frumkvæði og stofna fyrirtæki utan um vöru eða þjónustu. Einn liður í því verkefni er að kynna vöruna í Smáralind á svokallaðri vörumessu sem fór fram um síðustu helgi.