Fréttir

Dimission

Í dag er síðasti kennsludagur fyrir jól og líka allra síðasti kennsludagur þeirra sem eru að fara að útskrifast. Af því tilefni buðu útskriftarefnin nemendum og starfsfólki skólans upp á skemmtun á sal. Takk fyrir okkur og gangi ykkur vel í prófunum.

Jólapeysudagurinn

Í dag var jólapeysudagurinn og margir klæddu sig upp í tilefni dagsins. Sumir þóttu taka sig betur út en aðrir og hlutu verðlaun fyrir.

Grænfáninn kominn í hús

Í framhaldi af söngstund á sal kom fulltrúi frá Landvernd og afhenti skólanum fána til að staðfesta að skólinn sé grænfánaskóli. Forseti nemendafélagsins ásamt umhverfisnefnd skólans tóku stolt á móti fánanum fyrir hönd MH.

Söngstund á sal

Á morgun er dagur íslenskrar tungu og af því tilefni var hringt á sal í dag. Kór skólans opnaði dagskrána með söngnum Smávinir fagrir, texti eftir Jónas Hallgrímsson, undir stjórn Hreiðars Inga Þorsteinssonar. Næst sagði Hildur Ýr íslenskukennari nokkur orð um Jónas Hallgrímsson og hans áhuga á íslenskri tungu og benti á að það býr Jónas í okkur öllum. Nemendur og kennarar sungu svo saman tvö lög við undirleik Sigurkarls Stefánssonar líffræðikennara og Bóasar Valdórssonar Sálfræðings. Takk fyrir notalega stund.

Grímuball

Nemendur MH skemmtu sér vel á grímuballi sem haldið var í Austurbæ í gær. Gaman að sjá alla grímuklædda og í góðum gír.

Stöðupróf í norsku og sænsku

Árlega býður Menntaskólinn við Hamrahlíð upp á stöðupróf í norsku og sænsku. Hlutverk stöðuprófanna er að meta þekkingu, hæfni og leikni próftaka í viðkomandi tungumáli. Stöðuprófin í norsku og sænsku eru fyrir nemendur sem hafa lokið grunnskólaprófi í viðkomandi máli eða eru að ljúka prófum úr 10. bekk. Prófin verða haldin laugardaginn 4.maí kl. 10:00. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu skólans.

MH í öðru sæti í „Leiktu betur“

MH varð í öðru sæti í leihússportkeppni framhaldsskólanna, „Leiktu betur“ sem fór fram í Borgarleikhúsinu mánudaginn 4. nóvember. Keppnin er haldin árlega á vegum Hins hússins. Sex lið frá sex framhaldsskólum kepptu: þ,e, frá Borgarholtsskóla, Flensborg, Fjölbrautarskólanum í Breiðholti, Fjölbrautarskólanum í Garðabæ, Menntaskólanum á Akureyri og Menntaskólanum við Hamrahlíð Lið MH sigraði „Sleiktu hnetur“ sem er árleg leikhússportkeppni MH og fór fram í Norðukjallara miðvikudagskvöldið 30. október. Lið MH skipuðu Áslaug María Þórsdóttir Dungal, Hera Lind Birgisdóttir, Júlía Karín Kjartansdóttir og Katrín Lóa Hafsteinsdóttir. Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn.

MH í raunheimum

Eins og áður hefur komið fram er innritun í framhaldsskóla landsins fyrir vorönn 2020 hafin. Þar er MH í raunheimum engin undantekning. Í fréttablaðinu í dag má lesa að ný útgáfa af MH hafi litið dagsins ljós í sýndarveruleika en því miður getum við ekki tekið á móti umsóknum í þann skóla, þó það gæti verið skemmtilegt. Til hamingju Björn Ingi Baldvinsson með skólann þinn, bæði í raunheimum og sýndarveruleika.