Fréttir

Nýnemaferð

Nýnemar í lífsleikniáfanga í MH fara í ferðalag 1. sept. og vegna slæmrar veðurspár verður lagt af stað fyrr en áætlað var í fyrstu. Nánari upplýsingar eru í pósti til nemenda og einnig hér á heimasíðunni.

Mánudagar eru líka grautardagar

Fyrsti hafragrautur haustannar var í boði í dag á Miðgarði. Grauturinn hefur verið í boði síðastliðin 15 ár og gaman að sjá að hann er allaf jafn vinsæll. Til að byrja með var honum ausið í einnota pappaskálar en núna er hann borinn fram í margnota grautarskálum. Grauturinn er í boði alla daga vikunnar og sér matreiðslumeistari starfsfólks um að elda hann og stjórnendateymi skólans sér um að ausa hann. Verði ykkur að góðu og gleðilegan mánudag.

Jafnrétti kynjanna

Í dag fengum við í MH gesti frá Kwansei Gakuin Senior High School í Japan og eru þau hér til að kynna sér jafnrétti kynjanna á Íslandi. Japönskukennari skólans, Yayoi Mizoguchi, tók á móti þeim og Steinn rektor kynnti þeim það helsta sem við erum að gera í MH. Alltaf gaman að fá áhugasama gesti í heimsókn.

Norska og sænska

Upplýsingar um norsku- og sænskukennslu í MH haustið 2023 er hægt að finna hér á heimasíðunni og eru nemendur sem eru að koma úr öðrum framhaldsskólum beðnir um að skrá sig í áfangana hjá sínum skóla, ekki á skrifstofu MH. Hver skóli sendir okkur lista yfir þá sem eru að koma í þetta nám til okkar og við skráum ykkur í Innu. Þeir nemendur sem telja sig uppfylla skilyrði fyrir stöðuprófi í öðruhvoru þessara tungumála geta skráð sig hér á heimasíðunni, eftir að hafa skoðað vel skilyrði sem sett eru. 

Stundatöflur haustannar

Stundatöflur eru tilbúnar í Innu hjá þeim sem greitt hafa skólagjöldin. Nemendur sem voru í MH á síðustu vorönn geta gert töflubreytingar í gegnum Innu til og með miðvikudeginum 16. ágúst. Eftir það fara töflubreytingar fram hjá námstjórum. Aðrir nemendur sem eru að koma úr grunnskóla eða öðrum framhaldsskólum, geta komið í MH og hitt námstjóra ef þeir telja sig þurfa breytingar á stundatöflunni. Námstjórar verða við milli 10 og 14 í dag, þriðjudag og miðvikudag. Nýnemar eru boðaðir í skólann fimmtudaginn 17. ágúst kl. 13:00.

Gleðilega önn

Haustönn 2023 er í fullum undirbúningi og er verið að vinna í stundatöflugerð fyrir nemendur. Á meðan á þeirri vinnu stendur er Inna lokuð hjá öllum nemendum MH. Inna mun opnast um leið og stundatöflur eru tilbúnar, hjá þeim nemendum sem greitt hafa skólagjöldin, öðruhvoru megin við helgina. Nýnemar haustannar eiga að mæta fimmtudaginn 17. ágúst kl. 13:00 og kennsla hefst mánudaginn 21. ágúst skv. stundaskrá í kjölfar skólasetningar sem er kl. 8:20.