Fréttir

Dimission

í dag er dimission hjá útskriftarefnum vorannar 2021. Dimission hefur legið niðri síðustu annir en í dag ætlum við að gera okkar besta til að njóta dagsins og leyfa útskriftarefnum að kveðja skólann. Þórunn Arna og Ásta mættu upp á skrifstofu klæddar sem keppendur í þekktri matreiðslukeppni og hver veit hvað þær gera í þeim efnum eftir úskrift. Við vonum að útskrifarefnin okkar eigi góðan dag og njóti hans með sóttvarnarreglur að leiðarljósi. Góða skemmtun.

Umhverfisnefnd

MH tekur þátt í grænum skrefum og hefur nú þegar tekið á móti viðurkenningu fyrir fyrsta skrefið. Umhverfisnefnd nemenda fundaði í gær og mun leggja sitt að mörkum til að grænum skrefum fjölgi og grænfánum verði flaggað. Nemendum datt í hug að hafa samband við Brauð & Co og fengu gefins snúða sem annars hefðu kannski endað í ruslinu. Það er eitt af markmiðum grænna skrefa að minnka matarsóun og naut hópurinn góðs af því.

Prófin framundan

Í dag 28. apríl er síðasti dagur fyrir þá sem telja sig þurfa að sækja um breytingu á próftöflu. Prófin byrja svo á mánudaginn og viljum við hvetja nemendur til að kynna sér próftöfluna vel og vandlega og þær leiðbeiningar sem við bjóðum upp á hér á heimasíðunni. Nýtið einnig tímann vel þessa síðustu daga til að ræða við kennarana ykkar um það sem ykkur liggur á hjarta að vita varðandi prófin í hverjum áfanga fyrir sig.

Gerum þetta saman

Núna eru tæpar tvær vikur eftir af kennslu og þurfum við að standa saman í því að klára þær hér í MH. Við ítrekum því að allir hugsi um sínar persónulegu sóttvarnir því það er það sem skiptir mestu máli og rektor ítrekaði í pósti til allra í dag.

MH-ingur sigrar í þýskuþraut framhaldsskólanna

MH-ingurinn Ragnhildur Björt Björnsdóttir sigraði í þýskuþraut framhaldsskólanna 2021 en um er að ræða landskeppni í þýsku. Verðlaunin eru tveggja vikna dvöl í Þýskalandi þar sem Ragnhildur Björt mun taka þátt í skemmtilegum verkefnum með nemendum víðsvegar að úr heiminum. Við óskum henni innilega til hamingju með árangurinn.

Bjartasta vonin í MH

Guðlaug Sóley Höskuldsdóttir nemandi á fyrsta ári í MH fékk verðlaunin Bjartasta vonin á íslensku tónlistarverðlaununum sl. laugardag. Guðlaug Sóley sem kemur fram undir nafninu Gugusar var einnig tilnefnd til verðlauna fyrir bestu raftónlistarplötuna. Við óskum Guðlaugu Sóleyju innilega til hamingju með verðlaunin og tilnefninguna.

Sjáumst á mánudaginn 19. apríl- See you all on Monday

Næsta mánudag, 19. apríl, mætum við öll í MH og tökum staðkennsluna upp aftur. Að vísu fellur kennsla niður fimmtudaginn 22. apríl en þá er sumardagurinn fyrsti. Skólinn er tilbúinn og vonandi allir nemendur líka og við tökum þessar síðustu tvær kennsluvikur með trompi. Góða helgi og sjáumst á mánudaginn.

Fleiri sófar

Þrír nýir sófar bættust við í Norðurkjallara í dag og bíða spenntir eftir að þjóna nemendum. Steinn rektor og Pálmi áfangastjóri nutu þess að setjast í þá eftir að hafa borið þá inn í skólann. Til hamingju með fínu sófana.

Góður árangur í úrslitum landskeppninnar í eðlisfræði

Lið MH í úrslitum framhaldsskólaleika Rafíþróttasamtaka Íslands

Lið MH er komið í úrslit í framhaldsskólaleikum Rafíþróttasamtaka Íslands en liðið mætir liði Tækniskólans nk. fimmtudag. Lið MH skipa Guðbjartur Daníelsson, Ísak Jón Einarsson, Jakob Viðar Sævarsson, Katrín Ýr Rósudóttir, Rakel Ása Ingólfsdóttir, Unnar Freyr Sigurðarson, Bjarni Smári Nordby Bjarnason, Karólína Ósk Erlingsdóttir, Stefán Arnar Einarsson, Birkir Steinarsson, Knútur Karl Víðisson og Kristinn Halldórsson. Alls tóku fjórtán skólar þátt í keppninni sem er með útsláttarfyrirkomulagi. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport. Við óskum liðinu góðs gengis í úrslitum.