Nemenda- og hollvinasamtök MH

NHMH

Þetta er alvöruskammstöfun sem stendur fyrir Nemenda- og hollvinasamtök Menntaskólans við Hamrahlíð. Stofnfundur samtakanna var haldinn í MH 1. desember 2016 og eru allir brautskráðir nemendur og starfsfólk skólans fyrr og síðar sjálfkrafa félagar nema þeir óski annars. Tilgangi sínum, að styðja við starf skólans, efla hag hans og tengsl félaga innbyrðis og við skólann, hyggjast samtökin ná með því að (skv. drögum að samþykktum):

  • afla fjár til stuðnings starfi MH og nýta það fé í samræmi við tilgang félagsins.
  • taka þátt í stjórnar- og nefndastarfi skólans eftir því sem stjórnendur hans telja rétt og gagnlegt.
  • sinna öðrum málefnum og starfsemi skólans, í samráði við stjórnendur hans, eftir því sem stjórn NHMH og fulltrúaráð ákveða.
  • dreifa upplýsingum á heimasíðu og með öðrum hætti og miðla þannig fréttum af starfsemi skólans og félagsins til félagsmanna. 
  • tilnefna fulltrúa í stjórn Beneventumsjóðs.

Í stjórn eru: Brynhildur Björnsdóttir sem er í forsvari, Karl Axelsson, Þórhildur Líndal, Jakob Jónsson og Kristinn Árni Lár Hróbjartsson

Síðast uppfært: 14. júní 2023