Prófdaginn er mikilvægt að byrja snemma og vera vel úthvíld/ur.
Gott er að fá sér uppáhaldsmorgunmatinn og reyna að láta sér líða vel á meðan borðað er.
Áður en þú leggur af stað skaltu muna að finna til allt sem þú þarft að nota í prófinu, s.s skilríki, skriffæri, vasareikni, orðabækur, ef þær eru leyfðar o.s.frv. Einnig er gott að hafa með sér eitthvað að narta í á meðan á prófi stendur.
Leggðu tímanlega af stað að heiman þannig að þú komir ekki of seint í prófið.
Veldu þér sæti á góðum stað.
Ekki gleyma persónuskilríkjum heima.