Fréttir

Stúdentsefni eru minnt á að tilkynna útskrift

Allir, í dagskóla eða öldungi, sem hyggja á útskrift í vor eru minntir á að tilkynna útskrift sem fyrst til áfangastjóra eða konrektors. Skráningu til útskriftar lýkur 27. janúar.

Fræðslufundur fyrir foreldra framhaldsskólanema 23. jan kl. 20:00

Fræðslufundur undir yfirskriftinni Fikt í framhaldsskólum verður í hátíðarsal MH kl. 20:00 fimmtudagskvöldið 23. janúar. Fundurinn er haldinn af Heimili og skóla, landssamtökum foreldra, í samstarfi við Menntaskólann við Hamrahlíð, Flensborg, SAFT og Foreldrahús. Smellið hér til þess að sjá dagskrá fundarins. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Foreldrar eru hvattir til þess að mæta.

Umsóknarfresti vegna P-áfanga lokið

Nú er umsóknarfrestur vegna P áfanga á enda og þeir sem hafa fengið P heimild verða að hafa samband við kennara sinn sem allra fyrst. Ef það er ekki gert getur heimildin fallið niður eftir 22. janúar.

Embla, femínistafélag MH sýnir myndina Miss Representation

Femínistafélag nemenda MH sýnir kl. 15:30 í dag myndina Miss Representation. Í frétt á mbl.is segir m.a.: „Þessi byltingarkennda heimildarmynd fjallar um það hvernig konur eru túlkaðar í fjölmiðlum. Vakti myndin mikla athygli er hún kom út árið 2011 og fær hún 7,6 stjörnur á kvikmyndavefnum imdb.com. Samkvæmt Karen Björk Eyþórsdóttur, formanni nemendafélags MH, hefur orðið mikil vitundarvakning þegar kemur að jafnrétti og feminisma innan framhaldsskólanna á undanförnum misserum. „Til dæmis hafa 400 manns skráð sig í feministafélagið Emblu á Facebook síðan það var stofnað í haust og er fólk mjög duglegt við að setja inn á síðuna allskyns efni sem tengist feminisma og jafnrétti,“ segir Karen Björk. Jafnframt er núna unnið að því að stofna Femínistafélag framhaldsskólanna.“ Frétt mbl.is

Innritun í Öldungadeildina

Innritun á vorönn 2014 stendur yfir. Smellið hér til að innrita ykkur.  Innritunardagur verður í MH þriðjudaginn 7. janúar kl. 16.00 - 18.00 og í síma: 595-5224. Námsráðgjafar og matsnefnd verða á staðnum. Kennsla hefst skv. stundaskrá miðvikudaginn 8. janúar.