Leiðbeiningar um innslátt á vali

Nemendur velja sjálfir hvaða áfanga þeir vilja taka á hverri önn. Valið er opið í október og mars.

Þegar opið er fyrir að nemendur geti valið þá bætist liðurinn VAL fyrir neðst hægra megin á forsíðunni ykkar í Innu. Þar er listi yfir ýmislegt sem hægt er að gera og þarna birtist líka próftaflan ykkar þegar hún er tilbúin.

Til að velja fyrir önnina sem valið snýst um er smellt á „Velja áfanga“ og þá birtist áfangalisti sem sýnir þá áfanga sem eru í boði. Þið smellið á áfanga og dragið hann yfir í Aðalval eða Varaval. Þið getið fært áfangana til eftir að þeir hafa verið dregnir yfir og breytt þannig röðinni eða fært á milli aðalvals og varavals.

Valið vistast um leið og þið hafið sett áfanga í listann. Hægt er að henda áfanga út með því að smella á rauða hnappinn með x-inu.

Þið þurfið að muna að velja 3 áfanga í varaval  (það á ekki við IB-nemendur)

Leiðbeiningar með myndum eru í Innu undir aðstoð.

Síðast uppfært: 14. júní 2023