Fréttir

Opið hús í MH 1. mars kl.17:00 - 18:30

Á opnu húsi í MH gefst 10. bekkingum og forráðamönnum þeirra tækifæri til að kynna sér fjölbreytt námsframboð í MH, félagslíf nemenda og aðstöðu í skólanum. Leikfélag NFMH flytur atriði úr Miðnætti í París og kór Menntaskólans við Hamrahlíð mun flytja tónlist. Boðið verður upp á leiðsögn um skólann þar sem gestir fá að sjá brot af því besta sem skólinn býður upp á.

Fræðslukvöld foreldraráða MH og Kvennó

Þann 28. febrúar bjóða foreldraráð MH og Kvennó í samstarfi við Siggu Dögg, kynfræðing, upp á fyrirlestur um unglingana okkar, um samskipti, ást og kynlíf. Fyrirlesturinn verður á Miklagarði í MH og hefst stundvíslega kl. 20:00.

Miðnætti í París frumsýnt 2. mars af leikfélagi NFMH

Leikfélag NFMH frumsýnir 2. mars kl. 20:00 í Austurbæjarbíó leikverkið Miðnætti í París. Verkið verður sýnt dagana fjórða, sjöunda, ellefta og fjórtánda mars kl. 20:00. Mikill metnaður einkennir uppsetningu leikfélagsins en að henni koma 60 manns.

Breytt innskráning aðstandenda í Innu

Frá og með 1. mars geta aðstandendur nemenda einungis skráð sig inn í Innu með íslykli eða rafrænum skilríkjum.

MH-ingar í Lífshlaupinu

Dagana 31. janúar til 13. febrúar tóku nemendur Menntaskólans við Hamrahlíð þátt í Lífshlaupinu. Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa.Í Lífshlaupinu eru landsmenn allir hvattir til þess að huga að sinni daglegri hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, vinnu, í skóla og við val á ferðamáta. Í ráðleggingum Embætti landlæknis um hreyfingu er börnum og unglingum ráðlagt að hreyfa sig í minnst 60 mínútur á dag og fullorðnum í minnst 30 mínútur á dag. Þrír nemendur voru dregnir úr hópi þátttakenda og fengu þátttökuverðlaun. Fyrstu verðlaun fékk Laufey Ósk Jónsdóttir, önnur verðlaun fékk Ása Ólafsdóttir og þriðju verðlaun fékk Kristján Helgason. Steinn Jóhannson konrektor veitti verðlaunin síðasta mánudag.

Skólaþing 2018

Skólaþing nemenda og starfsmanna fór fram miðvikudaginn 14. febrúar. Til umræðu voru þrjú efni, þ.e. námsmat, umhverfi og umgengni í MH og félagslíf/félagsstörf nemenda. Aðsókn nemenda var töluvert meiri en gert hafði verið ráð fyrir og spunnust fjörugar umræður á flestum borðum. Myndir frá Skólaþinginu eru aðgengilegar inn á facebook-síðu skólans og niðurstöður hópa er hægt að skoða inn á https://padlet.com/helgaj/skolathing

Lagningardagar MH 14.-16. febrúar

Lagningardagar verða haldnir hátíðlega í Menntaskólanum við Hamrahlíð dagana 14. - 16. febrúar. Á Lagningardögum fellur niður almenn kennsla og ýmsir atburðir verða í boði í húsnæði skólans. Til þess að fá mætingu fyrir þessa þrjá daga þarf hver og einn nemandi að safna stimplum með því að sækja atburði. Dagskrá Lagningardaga er aðgengileg inn á www.lagno.org en þar má einnig finna almennar upplýsingar / spurt og svarað. Nemendur og starfsfólk er hvatt til að kynna sér vel dagskránna þar sem fjölbreytnin er í fyrirrúmi.

Söngkeppni Óðríks Algaula

Í kvöld fer fram söngkeppni Óðríks Algaula. Keppnin felst í því að finna fulltrúa MH sem mun taka þátt í söngkeppni framhaldsskólanna. Að þessu sinni keppa 15 flytjendur sín á milli og mun keppnin fara fram í Gamla bíó og hefst stundvíslega kl. 20:00. Eru nemendur hvattir til að mæta og kynnast fjölbreyttri tónlistarmenningu NFMH.

Veikindatilkynningar nemenda undir 18 ára aldri

Á vorönn 2018 hefur skrifstofa MH tekið í notkun veikindaskráningar í gegnum Innu fyrir aðstandendur nemenda sem eru yngri en 18 ára.

MH á Facebook

Fyrir rúmu ári síðan opnaði MH síðu á Facebook. Viðtökurnar hafa verið frábærar og eru fylgjendur síðunnar um 1500 sem verður að teljast frábær árangur á þessum stutta tíma. Nemendur og væntanlegir umsækjendur eru hvattir til að fylgjast með skólanum á Facebook. Á síðunni er hægt að fylgjast með því sem ber hæst í skólastarfinu hverju sinni. Ritstjóri síðunnar er Halldóra Björt Ewen.