Stjórnendur MH bjóða foreldrum og aðstandendum nýnema til kynningarfundar í skólanum annað kvöld, þriðjudaginn 2. september kl. 17:30.
Dagskrá fundarins er svohljóðandi:
Á Miklagarði, hátíðarsal skólans:
- Ávarp rektors: Helga Jóhannsdóttir.
- Fríður Reynisdóttir námsráðgjafi kynnir stoðþjónustu MH.
- Gylfi Guðmundsson kynnir foreldrafélag MH.
- Geir Finnsson ensku- og lífsleiknikennari flytur erindið: Gervigreind í MH - áskoranir og tækifæri.
- --- Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur undir stjórn Hreiðars Inga Þorsteinssonar ---
- Rektor kynnir lífsleiknikennara og vísar til stofu þar sem aðstandendur funda með þeim.
Eftir fund með lífsleiknikennara gefst aðstandendum tækifæri til að ræða við stjórnendur skólans og starfsfólk í stoðþjónustu yfir kaffi og kleinum.
Við hlökkum til að hitta ykkur sem flest.