Fréttir

Til hamingju með daginn nýstúdentar

Laugardaginn 26. maí voru útskrifaðir 154 stúdentar frá skólanum, 140 úr dagskóla og 14 úr öldungadeild. Við þökkum þeim samfylgdina á undaförnum árum og óskum þeim velfarnaðar. 

Vorvítamín Hamrahlíðarkóranna

Próflestur

Margir nemendur nýta sér góða aðstöðu á bókasafni skólans nú þegar próflestur stendur sem hæst. Safnið  er opið alla prófdagana og þar er til ítarefni í öllum námsgreinum og gott næði til lestrar.

Próf hefjast

Fyrstu próf dagskóla á þessu vori eru í ensku og heimspeki en í öldungadeild í landafræði, náttúrufræði (jarðfræði), sálfræði og spænsku. Próftöflu, prófreglur og nánari upplýsingar um prófin má finna með því að smella á flipann Námið á stikunni hér fyrir ofan.