Opin braut

OPB - opin braut.

Brautin býr nemendur undir mismunandi nám á háskólastigi allt eftir samsetningu nemandans sem velur þrjár kjörgreinar og lýkur samtals 60 e. í þeim. Þetta nám er viðbót við grunninn. Fyrsta kjörgrein þarf að vera 25 e. umfram kjarnaeiningar, önnur kjörgrein þarf að vera 20 e. og þriðja kjörgrein 15 e. umfram kjarna. Úr þessum greinum myndar nemandinn sína eigin fléttu. Við val á kjörgreinum þarf að hafa í huga skilyrði um lágmarksfjölda eininga á öðru og þriðja hæfniþrepi. Skipulag brautarinnar þar sem nemendur geta valið kjörgreinar eftir áhugasviði og framtíðaráformum styður markvissan undirbúning fyrir nánast hvaða háskólanám sem er, þar með talið verkfræði, læknisfræði, lögfræði, hagfræði og viðskiptafræði. Nemendur geta fengið aðstoð til þess að fella nám brautarinnar að áherslum annarra brauta s.s. náttúrufræðibrautar.

Flestar námsgreinar sem kenndar eru við skólann koma til greina sem kjörgreinar. Viðmiðið er að námsgreinarnar nái lágmarksfjölda áfanga innan hverrar kjörgreinar. Nemendur ákveða kjörgreinar í samráði við námsráðgjafa eða námstjóra.

Þriðja kjörgrein:

  • Tónlist getur verið þriðja kjörgrein ef um miðpróf er að ræða og einn framhaldssáfanga á hljóðfæri, samtals 15 einingar. Einnig er hægt að hafa 25 einingar í vali á opinni braut þar sem þær eru allar teknar úr tónlist.
  • Listdans getur verið þriðja kjörgrein ef um samfellt nám í klassískum dansi (KLAD...) eða nútímadansi (NTDA...) er að ræða, samtals 15 einingar. Einnig er hægt að hafa 25 einingar í vali á opinni braut þar sem þær eru allar teknar úr listdansi.

Nemendur sem innritast haust 2024 fylgja eftirfarandi brautarplani:

Námsferilsblað opin braut (pdf)

Námsferilsblað opin braut (excel)

Eldri brautarplön:

Námsferilsblað opinnar brautar (pdf) 

Námsferilsblað opinnar brautar (excel)

 

Nánari lýsing inn á námskra.is

Síðast uppfært: 11. mars 2024