Fréttir

Aðalfundur foreldrafélags MH

Foreldrafélag MH verður með aðalfundinn sinn miðvikudaginn 2. október og vonum við að sem flestir foreldrar sjái sér fært að mæta. Á fundinum verður farið yfir starfsemi foreldrafélags MH, Pálmar Ragnarsson verður með fyrirlestur um jákvæð samskipti og verða veitingar í boði félagsins. Hægt er að skrá sig á viðburðinn á síðu félagsins.

Íþróttir og útivist

Nemendur í fjallgönguáfanganum LÍKA2CG01 fara í nokkrar göngur á hverri önn. Þessi mynd fangar augnablikið þegar veðrið er upp á sitt besta og göngugarparnir njóta góðs af.

Rafhleðslustöðvar - til að hlaða rafbíla

Við í MH höfum fengið rafhleðslustöðvar fyrir framan skólann okkar í samstarfi við Ísorku. Þar gefst rafbílaeigendum tækifæri á að hlaða bílana sína. Uppsetning hleðslustöðvanna er liður í því að fylgja eftir umhverfisstefnu skólans og hvetja til umhverfisvænni samgangna. Margir MH-ingar, bæði nemendur og starfsfólk, keyra um á rafbílum og við gleðjumst yfir því að þeir geta núna hlaðið bílana sína. Við viljum ítreka það að stæðin eru einungis ætluð til þess að hlaða bílana, ekki geyma þá.

Glíma í lífstíl og heilsu

Nemendur í áfanganum lífstíll og heilsa fengum skemmtilega heimsókn í gær. Þá mættu tvær hressar stúlkur frá Glímusambandi Íslands og kynntu þjóðaríþrótt Íslendinga, glímuna, fyrir nemendum.

Bókasafnsdagurinn

Bókasafnið í MH er hlýlegur staður sem tekur vel á móti öllum þeim sem þangað leita. Í dag býður Ásdís upp á bækur og með því og er um að gera að fara á safnið og kanna hvað er í boði.

Hallgrímur gefur tóninn.

Á útskrift vor 2019 gáfu 40 ára stúdentar skólanum nokkrar myndir. Þær hafa nú fengið pláss á veggjum skólans. Hér gefur Hallgrímur Helgason tóninn í morgunsárið sem á kannski vel við daginn eftir velheppnað nýnemaball og örlítil þreyta er í nemendum. Það er kjörið tækifæri fyrir foreldra og forráðamenn að skoða myndirnar á foreldrakynningunni í kvöld sem hefst kl. 19:30