Listdansbraut

LIS - listdansbraut.

Til að hefja nám á listdansbraut þurfa nemendur að hafa lokið inntökuprófi í viðurkenndan listdansskóla á framhaldsskólastigi. Þetta eru Danslistarskóli JSB, Klassíski listdansskólinn og Listdansskóli Íslands.

Með námi á listdansbraut er lagður góður grunnur að framhaldsnámi í listdansi. Ennfremur getur brautin nýst sem undirbúningur fyrir fjölmargt annað nám á háskólastigi. Danshluti námsins fer fram utan við MH skv. þjónustusamningi við fyrrgreinda listdansskóla. Að jafnaði stundar nemandi því bæði bóklegt og verklegt nám samtímis. 

Nemandi velur annaðhvort klassíska listdansbraut eða nútímalistdansbraut. Á nútímalistdansbraut er hægt að velja um tvær námsleiðir, annaðhvort jazz- og nútímadanslínu eða nútíma- og samtímadanslínu.

Hér fyrir neðan er að finna brautarplön fyrir mismunandi námsleiðir listdansbrautar. Nemendur þurfa undanþágu frá undanfara til að geta valið líffræðiáfanginn LÍFF3CL05 og geta því ekki valið hann sjálf í Innu. Sótt er um undanþágu frá undanfara á heimasíðunni.

Klassísk listdansbraut

Nútímalistdansbraut skiptist í eftirfarandi línur:

Jazz- og nútímadanslína

Nútíma- og samtímadanslína

Excel skjal fyrir listdansbraut

Síðast uppfært: 09. febrúar 2024