Stokkar stundatöflu

Stokkatafla MH

Við í MH prófuðum nýja stokkatöflu vorið 2021 sem reyndist mjög vel. Starfsfólk og nemendur voru almennt mjög ánægð með töfluna. Haustið 2021 var svipuðu skipulagi haldið með örlitlum breytingum.

Núgildandi tafla lítur svona út:

stokkar

Ný stokkatafla fyrir vorið 2021

Vegna Covid-19 og takmarkana á skólastarfi var ákveðið að stokkatafla vorannar 2021 yrði með breyttu sniði. 

Stundataflan er samsett úr 8 stokkum A-H. Hver stokkur er þrisvar sinnum í viku og skipt í tvær 55 mínútna kennslustundir og eina 110 mínútna. Skóladagurinn hefst kl. 8:10  og er kennt til 16:00 alla daga nema föstudaga. Tímasetningar á föstudögum eru öðruvísi en aðra daga þar sem frímínútur eru á milli stöku tímanna. Einstaka áfangar eru kenndir lengur á daginn eða eru utan hefðbundinnar stundatöflu, t.d. kór MH, lífsleikni útskriftarnema, lífsleikni innritaðra og ýmsir IB tímar.

stokkatafla

___________________________________________________________________________________

Stokkatafla haust 2020 var eftirfarandi:

Skipulag kennslu

Stundataflan er samsett úr 8 stokkum A - H. Hver stokkur er þrisvar sinnum í viku og skipt í tvær 60 mínútna kennslustundir og eina 120 mínútna. Skóladagurinn hefst kl. 8:10 og er kennt til 16:15 alla daga nema föstudaga. Einstaka áfangar eru kenndir lengur á daginn eða eru utan hefðbundinnar stundatöflu, t.d. kór MH og hússtjórn.
stokkar
Síðast uppfært: 07. janúar 2022