Úthlutun úr Afreks- og hvatningarsjóði HÍ

Afreks- og hvatningarsjóður stúdenta Háskóla Íslands var settur á laggirnar árið 2008 og var úthlutað úr honum í átjánda sinn í dag. Sjóðurinn styður afreksnema til háskólanáms en við val á styrkþegum er litið til námsárangurs á stúdentsprófi auk frammistöðu á öðrum sviðum, svo sem í félagsstörfum í framhaldsskóla eða listum og íþróttum. Sjóðurinn styrkir jafnframt nemendur sem hafa sýnt fádæma seiglu og þrautseigju og hafa, þrátt fyrir afar erfiðar aðstæður, staðið sig afar vel í námi.

Styrkhafarnir eru: Aron Haraldsson, Ágústa Rún Jónasdóttir, Álfrún Haraldsdóttir, Árni Stefán Friðriksson, Bergur Fáfnir Bjarnason, Brynja Guðmundsdóttir, Elín Elmarsdóttir Van Pelt, Erik Nikolaj Gokov, Erna María Helgadóttir, Fannar Grétarsson, Fjóla Gerður Gunnarsdóttir, Guðmundur Brynjar Þórarinsson, Guðrún María Aðalsteinsdóttir, Hafey Hvítfeld Garðarsdóttir, Hekla Sif Óðinsdóttir, Hrafn Ingi Jóhannsson, Inga Júlíana Jónsdóttir, Isabella Tigist Felekesdóttir, Katrín Edda Jónsdóttir, Kristinn Rúnar Þórarinsson, Marín Aníta Hilmarsdóttir, Nói Pétur Ásdísarson Guðnason, Rawaa M S Albayyouk, Sigrún Klausen, Sigurður Baldvin Ólafsson, Snædís Hekla Svansdóttir, Sóley Margrét Jónsdóttir, Theódór Helgi Kristinsson, Uyen Thu Vu Tran, Vala Katrín Guðmundsdóttir og Valdís Katla Sölvadóttir.

MH óskar öllum styrkhöfum til hamingju og sérstaklega okkar fólki!