Akademísk heilindi gilda í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Nemendur eiga að vera meðvitaðir um hvað akademísk heilindi fela í sér og hvaða reglur gilda um nám og próf í skólanum.
Stefnuna um akademísk heilindi má lesa á heimasíðu skólans en hér fyrir neðan er texti úr henni sem snýr að prófum almennt.
Akademísk heilindi fela meðal annars í sér að virða góða starfshætti í prófum: Nemendur skulu ekki taka með sér óleyfilegt efni í próf og hvorki tala við né trufla aðra nemendur í prófi.
Hvað telst akademískt misferli?
Andstæðan við akademísk heilindi er akademískt misferli.
- Að afrita efni frá öðrum nemanda eða leyfa öðrum að afrita efni frá sér.
- Að ljúka verkefni fyrir annan nemanda.
- Að skila inn verkefni sem unnið er af öðrum, t.d. nemanda, foreldri, vini eða einkakennara.
- Að stela prófgögnum.
- Að koma með óleyfilegt efni inn í próf, svo sem óleyfilegan hugbúnað í reiknivélum, snjallsíma, snjallúr, fartölvur eða spjöld, þráðlaus heyrnartól eða önnur raftæki.
- Að trufla próf eða fara ekki eftir reglum í prófsal.
- Að villa á sér heimildir og taka próf í stað annars nemanda.
Afleiðingar af akademísku misferli
Hvernig geta nemendur varast akademískt misferli?
- Kynna sér stefnu skólans varðandi akademísk heilindi og akademískt misferli.
- Leggja sig fram um að ljúka verkefnum á eigin spýtur.
- Afhenda ekki öðrum nemanda verkefni sín.
- Afrita ekki verkefni frá öðrum nemanda.
___________________
Prófreglur
- Nemendur skulu mæta stundvíslega í próf og taka aðeins með sér þau gögn sem heimil eru og eru talin upp á verkefnablaði að sé leyfilegt að nota. Nemendur mega setjast inn í salinu 10 mínútum áður próf hefjast og teljast þá komin í próf.
- Nemendum er skylt að láta persónuskilríki liggja á borði meðan á prófi stendur.
- Alger þögn skal ríkja í prófsal. Þarfnist nemandi leiðbeiningar skal hann rétta upp hönd og bera upp erindi við kennara.
- Óheimilt er að handleika farsíma í prófi. Sé farsími meðferðis skal vera alveg slökkt á honum og hann úr augsýn.
- Hvorki má þiggja né veita öðrum aðstoð við lausn prófverkefna.
- Nemendur hafa heimild til þess að sitja aukalega 30 mínútur í hverju prófi ( miðað við klukkutíma próf eða lengra).
- Nemendum er óheimilt að víkja úr sæti fyrr en auglýstum próftíma er lokið. Þeir sem ekki vilja nýta viðbótartíma loka prófum sínum, rétta upp hönd og bíða þar til prófum hefur verið safnað saman. Að því loknu fara þeir hljóðlega út þegar salstjóri gefur merki. Þeim sem eftir sitja gefst kostur á að fara út að fimmtán mínútum liðnum með sama hætti. Að öðrum fimmtán mínútum liðnum er allur próftími liðinn og öllum gert að yfirgefa prófsal. Aðrar reglur gilda í sérstofum þar sem nemendur sitja annaðhvort fullan próftíma eða fullan próftíma auk alls viðbótartíma ( ekki hleypt út eftir 15 mín).
- Hafi nemandi rangt við í prófi skal honum/henni vísað úr prófsal og prófið ógilt. Brot á prófreglum geta valdið brottrekstri úr skóla.
Reglur um heimapróf
- Heimapróf eru rafræn og fara fram í gegnum rafrænt kennsluumhverfi.
- Um leið og nemandi opnar prófið samþykkir hann að hlíta reglum um heimapróf.
- Nemendur eiga að leysa prófið ein og öll utanaðkomandi hjálp er óheimil með öllu.
- Nemandi staðfestir í upphafi prófs að hann leysi prófið án utanaðkomandi hjálpar og samþykkir þar með að hlíta þeim reglum sem um prófið gilda.
- Öll notkun samskiptamiðla er óheimil á meðan á prófi stendur.
- Nemanda bera að virða þær reglur sem kennari setur um hvaða hjálpargögn eru heimil í prófinu.
- Nemanda er óheimilt að nota þýðingarforrit til að þýða próf sem tekin eru á tölvu í erlendum tungumálum.
- Nemandi ber ábyrgð á því að skila prófúrlausn á réttum tíma og samkvæmt fyrirmælum kennara, þ.e. t.d. á hvaða formi og í gegnum hvaða rafrænu miðla.
- Nemandi sem er forfallaður í prófi hefur ekki heimild til að opna prófið. Ef próf er opnað telst það vera próftilraun.
- Nemandi sem ekki treystir sér til að þreyta heimapróf á eigin heimili getur haft samband við náms- og starfsráðgjafa og óskað eftir því að leysa prófið í húsnæði skólans.
- Nemanda er óheimilt að afrita prófið með nokkru móti, hvorki að hluta né í heild.
- Í munnlegum prófum þar sem nemendur þreyta próf ein verða þau að vera í mynd og með hljóðnema virkan.
Rafræn próf í MH
Ef um rafræn próf er að ræða sem eiga sér stað í húsnæði skólans en ekki heima, gilda sömu reglur og ef um heimapróf væri að ræða. Auk þess þurfa nemendur að passa upp á eftirfarandi:
- Ef nemendur fá upplýsingar um að þeir eigi að mæta með eigin tölvu í próf þurfa þeir að passa upp á að tölvan sé fullhlaðin og að taka ávallt með sér hleðslutæki í próf ef eitthvað kemur upp á.
- Ef nemandi í þessari stöðu á ekki tölvu þá þarf sá hinn sami að láta kennarann sinn vita svo gerðar verði nauðsynlegar ráðstafanir.
Frávik
Fatlaðir nemendur, langveikir nemendur og nemendur með staðfesta skynjunarörðugleika geta sótt til námsráðgjafa um frávik frá hefðbundnu námsmati. Um getur verið að ræða eftir atvikum lengri próftíma, sérstök hjálpartæki, aðstoð við skrift, munnlegt próf í stað skriflegs o.fl.
Endurtektarpróf
Stúdentsefni sem hefur náð öllum prófum nema einu á rétt á að gangast undir endurtektarpróf í falláfanganum.
Prófsýning
Á staðfestingardegi í lok annar er prófsýning þar sem próf liggja frammi hjá fagstjórum og kennurum í öllum námsgreinum. Á prófsýningu eiga nemendur rétt á að skoða prófúrlausnir sínar og geta leitað skýringa á fyrirgjöf.
Ekki er prófsýning á stöðuprófum.
Varðveisla prófúrlausna
Skólanum ber að varðveita prófúrlausnir í eitt ár og eyða þeim síðan. Innan þessa tíma á próftaki rétt á að fá ljósrit af úrlausn sinni. Sækja þarf skriflega um slíkt á skrifstofu skólans og greiða gjald fyrir. Ennfremur er mögulegt að fá ljósrit af eldri prófverkefnum.
Breytingar á próftöflu
Nemendur hafa tækifæri til að hliðra próftöflu sinni ef:
- Tvö próf eru á sama tíma
- Þrjú próf eru á sama degi.
- Ef tvö próf, lengri en ein klukkustund (90 mín. eða meira), eru á sama degi.
Ekki er leyfilegt að breyta próftöflu vegna ferðalaga!