Skólasóknarreglur

Skólasóknarreglur frá og með haustönn 2022 eru eins og þær voru fyrir Covid.

Meginregla 

 • Nemendur skulu mæta stundvíslega í allar kennslustundir og próf nema lögmæt forföll hamli. 
 • Lágmarksmæting að frádregnum löglegum veikindaskráningum er 80%. (Sjá nánari reglur um meðferð veikindaskráninga hér neðar). 

Reglur um lágmarksmætingu í hvern áfanga 

Ef raunmæting nemanda í áfanga er undir 60% þegar  fimm vikur eru liðnar af önninni telst nemandi fallinn í áfanganum og verður skráður hættur. 

 • Ef raunmæting nemanda í áfanga er undir 70% þegar tíu vikur eru liðnar af önninni telst nemandi fallinn í áfanganum og skráður hættur. 

Almennar reglur varðandi veikindi nemenda.

Nemendur og aðstandendur eiga að tilkynna veikindi samdægurs í Innu. Ekki er hægt að færa inn veikindi aftur í tímann. Fjarvistir (F) standa en veikindi (V) koma á móti í viðveruskráningu í Innu. Fjarvistarkóðinn (E) er gefinn fyrir veikindi sem eru tilkynnt í einn dag eða ef um fyrsta dag veikinda er að ræða.

 • Nemendur 18 ára og eldri geta skráð veikindi í Innu. Veikindi nemenda 18 ára og eldri, sem vara lengur en viku verða að vera vottuð af lækni.
 • Aðstandendur nemenda  yngri en 18 ára skrá veikindi í INNU og þurfa veikindi sem vara lengur en viku að vera vottuð af lækni. 

Veikindatilkynningar eru gerðar í Innu og er einungis hægt að skrá veikindi fyrir heila daga.

 • Ekki er hægt að skrá veikindi fyrir einn og einn tíma.
 • Nemandi tekur á sig fjarvistir fyrir eins dags veikindi (E).
  • Fjarvistarkóðinn E merkir að veikindi hafa verið tilkynnt og að þetta sé fyrsti dagur veikinda (eða einn stakur dagur) og nemandinn tekur fjarvistir þess dags á sig. 
 • Ef veikindi eru lengri en einn dagur þá taka nemendur á sig fjarvistir fyrir fyrsta daginn (E), en allar fjarvistir eftir það eru frádregnar við útreikning á skólasóknareinkunn (V).
 • Ef læknisvottorði er skilað á skrifstofu þá þarf það að gerast innan fimm skóladaga eftir að veikindum lýkur.   
 • Ef samanlögð veikindi á einni önn fara fram yfir 15 skóladaga ber nemanda að gera námsráðgjafa grein fyrir aðstæðum sínum.
 • Vottorð sem eru eingöngu vegna íþrótta, s.s. vegna tímabundinna meiðsla, eiga að berast til íþróttakennara viðkomandi nemanda. 
 • Góð regla er að nemendur geri kennurum sínum grein fyrir fjarveru úr tíma þegar þau mæta næst í tíma þar sem það getur t.d. haft áhrif á verkefnaskil.

Fjarvistir vegna veikinda útiloka ekki einar og sér nemanda frá því að þreyta lokapróf. Nemandi sem aðeins getur sótt skólann að hluta vegna langvarandi veikinda þarf að hafa nána samvinnu við námsráðgjafa um skipulagningu námsins. 

Skólasóknareinkunn

Gefin er einkunn fyrir skólasókn á hverri önn. Einkunnin ákvarðast bæði af tímasókn og stundvísi og er fjarvist úr kennslustund metin til jafns við að koma þrisvar of seint. 

Skólasóknareinkunn er gefin sem hér segir eftir að tekið hefur verið tillit til veikinda og/eða leyfa: 

 • Einkunn 10 95-100% skólasókn 
 • Einkunn 9 92-94% skólasókn
 • Einkunn 8 89-91% skólasókn
 • Einkunn 7 86-88% skólasókn
 • Einkunn 6 83-85% skólasókn
 • Einkunn 5 80-82% skólasókn 
 • < 80% skólasókn, nemandinn er fallinn á önn.  

Fall á önn 
Nemandi telst fallinn á önn ef eitthvert af eftirtöldu á við:  

a) nemandi nær ekki lágmarksfjölda eininga, þ.e. 15 einingum. 
b) hann/hún/hán nær ekki lágmarkseinkunn fyrir skólasókn, 
c) hann/hún/hán hættir í skólanum áður en önn er lokið, 
d) honum/henni /háni er vísað úr skólanum. 
 
Hyggist nemandi halda áfram námi í framhaldi af falli á önn er honum/henni/háni skylt að eiga fund með námsráðgjafa í upphafi annar og gera í samráði við hann vinnuáætlun fyrir námið á önninni. 

Áframhaldandi nám/skólavist 
Til þess að halda áfram námi við skólann þarf nemandi að fá minnst 5 í skólasókn á hverri önn. Ef nemandi fellur á mætingu tvær annir í röð missir hann réttinn til áframhaldandi skólavistar. 

Leyfi
Áfangastjóri sér um allar leyfisveitingar og veitir upplýsingar um þær. Fyrirspurnir er hægt að senda á afangastjori@mh.is 

Afreksfólk (t.d. í listdansi, íþróttum, tónlist ofl.) getur sótt um leyfi frá skólasókn vegna þátttöku í viðburðum tengdum viðkomandi grein. Sækja þarf um slíkt leyfi til áfangastjóra. 

Sérreglur
Deildir hafa heimild til að setja sérstök ákvæði um mætingu og aðra ástundun. Slík ákvæði skulu tilgreind í kennsluáætlunum einstakra áfanga. Brot á slíkum ákvæðum jafngilda falli í viðkomandi áfanga. 

 

 

 

Síðast uppfært: 31. ágúst 2022