Skólasóknarreglur

Meginregla

 • Nemendur skulu mæta stundvíslega í allar kennslustundir, próf og á staðfestingardegi nema lögmæt forföll hamli.

Veikindi

 • Ætlast er til þess að nemendur geri kennurum sínum grein fyrir veikindum og öðrum fjarvistum er þeir mæta næst í tíma.
 • Nemandi tekur á sig fjarvistir fyrir eins dags veikindi.
 • Ef veikindi vara í tvo daga eða lengur og eru vottuð af lækni telst aðeins helmingur viðkomandi fjarvistarstiga með til útreiknings á skólasóknareinkunn.
  •  Aðstandendur nemenda yngri en 18 ára, skrá veikindi í INNU og þurfa ekki að skila inn vottorði nema um lengri veikindi en viku sé að ræða.
  • Ef veikindi eru bara í einn dag, þá er veikindaskráningu hafnað skv. skólasóknarreglum skólans.  Það borgar sig samt að skrá eins dags veikindi ef þau skyldu dragast á langinn, þar sem ekki er hægt að skrá aftur í tímann.
 • Skilyrði er að sé læknisvottorði skilað á skrifstofu, sé það innan fimm skóladaga eftir að veikindum lýkur.
 • Ef samanlögð veikindi á einni önn fara fram yfir 15 skóladaga ber nemanda að gera námsráðgjafa grein fyrir aðstæðum sínum.
 • Fjarvistir vegna veikinda útiloka ekki einar og sér nemanda frá því að þreyta lokapróf. Nemandi sem aðeins getur sótt skólann að hluta vegna langvarandi veikinda þarf að hafa nána samvinnu við námsráðgjafa um skipulagningu námsins. 
 • Vottorð sem eru eingöngu vegna íþrótta eiga að berast til íþróttakennara viðkomandi nemanda.

Skólasóknareinkunn

Gefin er einkunn fyrir skólasókn á hverri önn. Einkunnin ákvarðast bæði af tímasókn og stundvísi og er fjarvist úr kennslustund metin til jafns við að koma þrisvar of seint.

Skólasóknareinkunn er gefin sem hér segir eftir að tekið hefur verið tillit til veikinda og/eða leyfa:

 • Einkunn 10 95-100% skólasókn
 • Einkunn 9 92-94% skólasókn
 • Einkunn 8 89-91% skólasókn
 • Einkunn 7 86-88% skólasókn
 • Einkunn 6 83-85% skólasókn
 • Einkunn 5 80-82% skólasókn
 • Einkunn 3 minna en 80% skólasókn, nemandinn er fallinn á önn og fær ekki að þreyta lokapróf.

Áframhaldandi nám / skólavist

Til þess að halda áfram námi við skólann þarf nemandi að fá minnst 5 í skólasókn á hverri önn.

Leyfi

Afreksíþróttafólk getur sótt um að fjarvera þess á námstíma vegna keppnisferða og/eða æfingabúða landsliðs í viðkomandi íþróttagrein reiknist ekki inn í skólasóknareinkunn. Sama getur gilt um afreksfólk á öðrum sviðum.

Sækja þarf skriflega um slíkt leyfi til áfangastjóra.
Áfangastjóri veitir frekari upplýsingar um leyfisveitingar.

Sérreglur

Deildir hafa heimild til að setja sérstök ákvæði um mætingu og aðra ástundun. Slík ákvæði skulu tilgreind í kennsluáætlunum einstakra áfanga.

Brot á slíkum ákvæðum jafngilda falli í viðkomandi áfanga.

Síðast uppfært: 09. september 2019