Veikindaskráning

Veikindaskráning nemenda fer fram í Innu

Einungis foreldrar eða forsjáraðilar geta skráð veikindi nemenda sem eru yngri en 18 ára. Nemendur 18 ára og eldri skrá veikindi sín sjálfir.

Opnið Innu:

  • Smellið á „Skrá veikindi“ neðst til hægri á forsíðunni. Þessi hnappur birtist aðeins hjá foreldrum/forsjáraðilum nemenda yngri en 18 ára og hjá nemendum 18 ára og eldri en ekki hjá nemendum yngri en 18.

Mynd af flýtihnappi í Innu

  • Merkið við „Í dag“ og/eða „Á morgun“ ef það á við.
  • Ef veikindi eru hluta úr degi er hægt að taka hakið af "Skrá veikindi allan daginn" og haka við þá tíma sem við eiga.
  • Skrifið skýringu í athugasemdareitinn.
  • Smellið á „Senda inn“

 Eftirfarandi reglur gilda um skráningu veikinda:

  • Veikindi nemenda þarf að skrá strax sama morgun í Innu. Ekki er hægt að færa inn veikindi aftur í tímann. 
  • Ef samanlögð veikindi á einni önn fara fram yfir 12 skóladaga ber nemanda að gera náms- og starfsráðgjafa grein fyrir aðstæðum sínum.
  • Fjarvistir vegna veikinda útiloka ekki einar og sér nemanda frá því að þreyta lokapróf. Nemandi sem aðeins getur sótt skólann að hluta vegna langvarandi veikinda þarf að hafa nána samvinnu við náms- og starfsráðgjafa um skipulagningu námsins. 
  • Nemendur sem geta ekki tekið þátt í íþróttum, t.d. vegna tímabundinna meiðsla, skulu skila læknisvottorði til íþróttakennara.

Frekari upplýsingar um skólasóknarreglur má finna á heimasíðu skólans undir Námið > Skólareglur > Skólasóknarreglur.

Síðast uppfært: 15. september 2023