01.02.2013
Hér er tengill í myndina Fáðu já sem fjallar um mörkin milli kynlífs og ofbeldis.
23.01.2013
Á fimmtudags- og föstukvöldið kemur, þann 24. og 25. janúar, taka Hamrahlíðarkórarnir þátt í flutningi
á Chichester Psalms eftir Leonard Bernstein tónskáld, hljómsveitarstjóra, sjónvarpsstjörnu, píanista og kennara.
Við vekjum athygli á því að starfsfólk og nemendur MH fá 50% afslátt á föstudagstónleikana 25. jan.
Chichester Psalms byggja á Davíðssálmum en eru sungnir á hebresku. Þrátt fyrir trúarlegan þunga textans er tónverkið
iðandi af lífi. Stjórnandi hljómsveitarinnar verður Eivind Aadland og kórunum stjórnar Þorgerður Ingólfsdóttir.
16.01.2013
Tveir af fjórum ungum einleikurum sem stigu á svið með Sinfóníuhljómsveit Íslands í gærkveldi eru eða voru nemendur MH.
Sólveig Steinþórsdóttir fiðluleikari er núverandi nemandi skólans og Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir sellóleikari
útskrifaðist frá okkur um jólin. Þær, ásamt Einari Bjarti Egilssyni og Unnsteini Árnasyni voru vinningshafar í keppni ungra einleikara.
Hér er tengill í frétt á heimasíðu Sinfóníuhljómsveitar
Íslands.
Til hamingju!
10.01.2013
Advania hefur kynnt nýjar reglur sem gilda um lykilorð í Innu. Þær eru þannig að alltaf er útbúið
nýtt tímabundið lykilorð þegar notandi velur að sækja lykilorð. Þetta tímabundna lykilorð hefur 15 mín. gildistíma og þarf notandi að skrá sig inn innan þess tíma og velja sér nýtt lykilorð sem er
a.m.k. 8 stafir á lengd og inniheldur bæði bókstafi og tölustafi. Ef tímabundnu lykilorði er ekki breytt innan gildistíma þarf að sækja
nýtt lykilorð á ný.
Óbreytt er að þegar skipt er um lykilorð í Innu þá verður Námsnetið/Myschool komið með nýja
lykilorðið daginn eftir.
05.01.2013
Kennsla hefst mánudaginn 7. janúar samkvæmt stundaskrá dagskóla og fyrri lotu öldungadeildar/kvöldskóla.