Gjaldskrá

Gjaldskrá frá og með 27.11.2023.

Gjaldskrá þessi byggist á 45. gr. laga um framhaldsskóla nr. 92/2008 ásamt reglugerð nr. 614/2009 um gjaldtökuheimildir opinberra framhaldsskóla.

Skólagjöld:  (á önn)

  • Innritunargjald 6.000 kr.
  • Efnis-, pappírs- og tölvugjald 6.000 kr.
  • Nemendafélagsgjöld 5.000 kr.  á önn (valkvætt). Nemendafélag MH er með sjálfstætt bókhald undir eftirliti fjármálastjóra.
  • Foreldrafélag 500 kr. (valkvætt).

Greiðsluseðlar birtast í heimabanka nemanda eða forsjáraðila. Nemandi sem orðinn er 18 ára getur breytt greiðslustillingu í Innu þannig að greiðsluseðill birtist í heimabanka aðstandanda.

Nemandi sem er ekki skráður í áfanga í MH, en er að útskrifast í lok annar, borgar umsýslugjald sem er 3.000 kr.

Ef greitt er eftir eindaga bætist við 1500 kr. álag. Álagið rennur í skólasjóð sem er ráðstafað í þágu nemenda í samræmi við 45. grein framhaldsskólalaga frá 2008 nr. 92.

Hætti nemandi við að koma í MH er aðeins efnis-, pappírs- og tölvugjald endurgreitt. Sækja þarf um endurgreiðslu innan tveggja vikna frá fyrsta kennsludegi viðkomandi annar. Að þeim tíma liðnum er ekkert endurgreitt.

  • Nemendur í hússtjórn greiða 10.000 kr. fyrir HÚSS2AG05 og 11.000 kr. fyrir HÚSS3BF05.
  • Nemendur í myndlist greiða 4.000 kr. efnisgjald fyrir hvern áfanga í myndlist fyrir utan lokaverkefni.
  • Nemendur á fjölnámsbraut í hússtjórn greiða 5.000 kr. fyrir hvern áfanga í hússtjórn
  • Skápaleiga er 500 kr. á önn auk 1.500 kr. skilagjalds á lykli sem endurgreiðist þegar lykli er skilað.
  • Rútuferðir vegna valáfanga 1000 kr. pr. ferð (einungis hluti kostnaðar). Engar greiðslur eru innheimtar vegna skylduferða.
  • Stöðupróf / stöðumat kr. 15.000.

Gjald vegna afrita og skjalagerðar: 1.000-2.000 kr. eftir fjölda afrita og umstangi.

IB-nám (IB school fee):  Kostnaður vegna þjónustu IB-samtakanna, einkum vegna samræmdra prófa, 100.000 kr.

  • Nemandi sem er 6 annir í skólanum (Pre-IB+IB DP) greiðir 20.000 kr./önn fyrstu 5 annirnar.
  • Nemandi sem er 5 annir í skólanum (hálft Pre-IB+IB DP) greiðir 25.000 kr./önn fyrstu 4 annirnar.
  • Nemandi sem er 4 annir í skólanum (eingöngu IB DP) greiðir 40.000 kr. fyrstu önnina og 30.000 kr. næstu tvær.

Greiðsluseðlar eru sendir út  í febrúar og september vegna IB-gjalda.

Gjald vegna endurtektar lokaprófa í IB er skv. gjaldskrá IB-samtakanna að viðbættu 6.000 kr. umsýslugjaldi. Sjá nánar hér (IB school fee).

Síðast uppfært: 16. janúar 2024