Sjálfsmat og úttektir

Mennta- og menningarmálaráðuneytið gerir úttekt á starfsemi skólans með reglubundnu millibili.

Sjálfsmat er hluti af lögbundinni starfsemi skólans og skólinn gefur út sjálfsmatsskýrslu árlega.

  • Tilgangur - Megintilgangur sjálfsmats er að stuðla að framgangi markmiða skólans, meta hvort þeim hafi verið náð, endurskoða þau og stuðla að umbótum og vera þannig eðlilegur hluti af starfs-  og þróunaráætlunum.
  • Tilurð - Sjálfsmatskerfi Menntaskólans við Hamrahlíð er þróað af stjórnendum og starfsfólki skólans. Það er að verulegum hluta sprottið úr samantekt fjölmargra reglulegra athugana sem felldar hafa verið í eina heild með hliðsjón af viðmiðum menntamálaráðuneytisins um sjálfsmat.
  • Stjórnun - Sérstakt teymi ber yfirábyrgð á framkvæmd sjálfsmatsins hverju sinni, skiptir verkum og stýrir framvindunni í samræmi við vinnuferla sem hlotið hafa samþykki hlutaðeigandi. Teymið er valið til allt að þriggja ára í senn; rektor velur einn fulltrúa og a.m.k. tveir skulu valdir á kennarafundi. Meðal annars gerir teymið áætlun árlega um breytilegar kannanir, rýnihópa og o.fl. sem ekki er niðurneglt í langtímaáætlun. Teymið kynnir áætlunina og fylgir henni eftir.

Sjálfsmatsteymi skólans er skipað: Birni Ólafssyni sögukennara, Hörpu Hafsteinsdóttur sálfræðikennara, áfangastjóra og konrektor.

Settir hafa verið rammar og tímaviðmið um sjálfsmatsstarfið.

Útgefnar sjálfsmatsskýrslur skólans.

Úttektir á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis.

 

Síðast uppfært: 19. janúar 2022