ALLIR NEMENDUR VERÐA AÐ STAÐFESTA VALIÐ SITT
Öllum nemendum skólans er skylt að staðfesta val sitt fyrir næstu önn ætli þeir sér að stunda nám í skólanum. Þeir sem ekki staðfesta val og/eða greiða ekki skólagjöld eiga ekki vísa skólavist. Þegar búið er að birta einkunnir í INNU hafa nemendur tíma til kl. 14:00 á staðfestingardegi til að staðfesta valið. Ef nemendur þurfa aðstoð við að breyta vali gera þeir það í samráði við valkennara rafrænt fyrir kl. 14:00 á staðfestingardegi hverju sinni.
BREYTINGAR Á VALI
Ef gera þarf breytingar á vali eru forsendur fyrir breytingum eftirfarandi:
1. Fall í áfanga.
2. Áfangi fellur út vegna þess að hann er ekki lengur í boði. Varaval var sett inn í stað áfanga sem féllu niður, vegna ónógrar þátttöku.
3. Ný hraðferðarheimild.
4. Nemandi fær ekki hraðferðarheimild í grein þar sem hann hefur gert ráð fyrir hraðferð, þá skal hann breyta vali.
5. Nemendur geta sótt um P-heimild á heimasíðu skólans.
6. Nemandi óskar að fækka tímum í töflu með því að taka burt áfanga án þess að annar komi í staðinn.
Áfangar í boði á næstu önn.
Staðfesting vals. Leiðbeiningar um hvernig á að staðfesta valið.
Áfangar sem falla niður vor 2021 eru listaðir upp hér á eftir og nú þegar er ljóst að a.m.k. eftrfarandi áfangar falla niður: TÁKN1AI05,FÉLA3CM05, STÆR3CQ05, JARÐ3CS05, EÐLI4CV05, FRAN2DM05, FRAN2EE05 og LÍFF2AH05.