ALLIR NEMENDUR VERÐA AÐ STAÐFESTA VALIÐ SITT
Öllum nemendum skólans er skylt að staðfesta val sitt fyrir næstu önn ætli þeir sér að stunda nám í skólanum. Þeir sem ekki staðfesta val og/eða greiða ekki skólagjöld eiga ekki vísa skólavist. Þegar búið er að birta einkunnir í INNU hafa nemendur tíma til kl. 14:00 á staðfestingardegi til að staðfesta valið. Ef nemendur þurfa aðstoð við að breyta vali gera þeir það í samráði við valkennara sinn skv. auglýstum upplýsingum.
BREYTINGAR Á VALI
Ef gera þarf breytingar á vali eru forsendur fyrir breytingum eftirfarandi:
1. Fall í áfanga.
2. Áfangi fellur út vegna þess að hann er ekki lengur í boði. Varaval var sett inn í stað áfanga sem féllu niður, vegna ónógrar þátttöku.
3. Ný hraðferðarheimild.
4. Nemandi fær ekki hraðferðarheimild í grein þar sem hann hefur gert ráð fyrir hraðferð, þá skal hann breyta vali.
5. Nemendur geta sótt um P-heimild á heimasíðu skólans.
6. Nemandi óskar að fækka tímum í töflu með því að taka burt áfanga án þess að annar komi í staðinn.
Ákveðnar reglur gilda um námsframvindu, t.d. um að standast áfanga án eininga: Hér má lesa um námsframvindu
Áfangar í boði á næstu önn.
Staðfesting vals. Leiðbeiningar um hvernig á að staðfesta valið.
Áfangar sem falla niður haust 2023 vegna ónógrar þátttöku verða birtir hér um leið og upplýsingar eru ljósar. Nú þegar er ljóst að eftirfarandi áfangar falla niður fyrir haustönn 2023: DANS2AH05, EFNA3DA05, FRAN2EE05, HEIM3BS05, HÚSS3BF05, ÍSLE3CA05, ÍSLE3CV05, ÍSLE3CH05, JARÐ3CS05, JAPA1CC05, JAPA2DD05, LÍKA2BÞ01, TÁKN1AF05, UPPE2AB05, SAGA3CA05, SAGA3CB05, UMHV2AV05, ÞJÓÐ2AA05, ÞJÓÐ2AF05,
Táknmálið fellur niður þar sem SHH hefur hætt kennslu táknmáls í framhaldsskólum að sinni.
-----
Eftir staðfestingardag gætu fleiri áfangar fallið niður - og þá verður fyrsta varaval nemenda sett inn í staðinn.