Nýnemakynning á morgun

Stundatöflur haustannar voru birtar á Innu í gær og á morgun eru nýnemar og eldri nemendur sem eru að koma til okkar úr öðrum skólum, boðin á nýnemakynningu kl. 13 á morgun, fimmtudaginn 14. ágúst.

Rektor mun bjóða hópinn velkominn og svo fara nemendur með umsjónarkennurum í sínar stofur til að fá fræðslu um það sem nauðsynlegt er að vita í upphafi skólagöngu við MH. Að því loknu mun nemendafélagið kynna sig og skólann fyrir nýjum MHingum og bjóða loks upp á veitingar á Matgarði.

Við hlökkum til að sjá ykkur.