Fréttir

Brautskráning vor 2018

Brautskráðir voru 166 nemendur frá skólanum af átta námsbrautum. Fjórir nemendur luku námi af tveimur brautum og flestir brautskráðust af opinni braut, 61 stúdent. Af öðrum brautum voru brautskráðir 21 af félagsfræðabraut, 11 af listdansbraut, 41 af náttúrufræðibraut, 10 af málabraut, 18 á námsbraut til alþjóðlegs stúdentsprófs (IB braut), 3 af sérnámsbraut og 5 af tónlistarbraut. Kynjaskipting var þannig að konur voru 101 og karlar 65. Sextán nemendur luku stúdentsnámi með ágætiseinkunn, þ.e.a.s. fengu yfir 9 í vegna meðaleinkunn sem er metfjöldi stúdenta með ágætiseinkunn við einu og sömu útskriftina. Hæstu einkunnirnar, þ.e. dúx, hlaut Enar Kornelius Leferink sem brautskráðist af náttúrufræðibraut og tónlistarbraut með 9,88 í meðaleinkunn. Semiduxarskólans voru þeir Davíð Sindri Pétursson sem brautskráðist af náttúrufræðibraut og Gunnar Sigurðsson sem brautskráðist af opinni braut með áherslu á stærðfræði og eðlisfræði. Flestum námseiningum í heildina lauk Katrín Guðnadóttir, samtals 304 einingum en hún brautskráðist bæði af náttúrufræðibraut og félagsfræðabraut. Ávarp fyrir hönd nýstúdenta fluttu Enar Kornelius Leferink og Snædís Björnsdóttir og við athöfnina frumflutti Kór Menntaskólans við Hamrahlíð tónverkið „Stökk“ eftir Þórð Hallgrímsson nýstúdent.

Brautskráning 26. maí / Graduation May 26th

Brautskráning verður laugardaginn 26. maí. Athöfnin fer fram á Miklagarði hátíðarsal skólans og hefst kl. 14:00 með áætluðum lokum um kl. 16:00. Útskriftaræfing verður föstudaginn 25. maí kl. 18. Áríðandi er að öll útskriftarefni mæti stundvíslega. Graduation ceremony will be held on Saturday May 26th. The ceremony takes place in Mikligarður the school auditorium starting at 2 pm and expected to end around 4 pm. Graduation rehersal is at 6 pm on Friday the 25th. It is important that all students attend on time.

Útskriftaræfing 25. maí. kl. 18:00 - Rehersal for graduation May 25th at 6 pm

Nemendur sem brautskrást laugardaginn 26. maí eiga að mæta á útskriftaræfingu föstudaginn 25. maí kl. 18:00. Gert er ráð fyrir að æfingin taki eina og hálfa klukkustund og er mjög áríðandi að öll útskriftarefni mæti tímanlega. All students who are graduating on Saturday May 26th are required to attend a graduation rehersal at 6 pm on Friday 20th of May. The rehersal will aproximately be one and a half hour. Students are asked to be on time for the rehersal.

Sumarönn 2018

Sumarönn mun standa frá 4. júní til og með 30. júní. Eftirfarandi áfangar eru í boði: STÆR3DD05, SAGA2BM05 og ÍSLE3EE05 auk yndislestraráfanga í ensku.