Umsókn um skólavist

Umsókn og upphaf náms
Mennta- og barnamálaráðuneyti ákveður fyrirkomulag innritunar í framhaldsskóla og gefur út leiðbeiningar til umsækjenda um frágang umsókna. Umsóknum skal skila rafrænt á vef Menntamálastofnunar. Ráðuneytið auglýsir umsóknarfrest um skólavist í framhaldsskólum, fyrir komandi haustönn að vori og fyrir komandi vorönn að hausti. Til að umsóknir um skólavist teljist gildar verður að skila þeim áður en umsóknarfrestur rennur út.

Fái nemandi jákvætt svar er nemandanum gefinn hæfilegur frestur til að greiða skólagjöld. Litið er á greiðslu skólagjalda sem staðfestingu á að nemandinn þiggi skólavist og sé reiðubúinn að hlíta reglum skólans. Fyrsti skóladagur er tilgreindur í svarbréfi eða til hans boðað í almennri auglýsingu.

Reglur um meðferð og úrvinnslu umsókna má finna hér: Inntökuskilyrði og úrvinnsla umsókna.

Síðast uppfært: 26. janúar 2023