Umsókn um skólavist

Umsókn og upphaf náms
Mennta- og menningarmálaráðuneyti ákveður fyrirkomulag innritunar í framhaldsskóla og gefur út leiðbeiningar til umsækjenda um frágang umsókna. Umsóknum skal skila rafrænt á vef Menntagáttar www.menntagatt.is.  Ráðuneytið auglýsir umsóknarfrest um skólavist í framhaldsskólum, fyrir komandi haustönn að vori og fyrir komandi vorönn að hausti. Til að umsóknir um skólavist teljist gildar verður að skila þeim áður en umsóknarfrestur rennur út. Fái nemandi jákvætt svar er honum/henni gefinn hæfilegur frestur til að greiða skólagjöld. Litið er á greiðslu þeirra sem staðfestingu á að nemandinn þiggi skólavist og sé reiðubúinn að hlíta reglum skólans. Fyrsti skóladagur er tilgreindur í svarbréfi eða til hans boðað í almennri auglýsingu.

Reglur um meðferð og úrvinnslu umsókna má finna í inntökuskilyrði og úrvinnsla umsókna og viðmiðunarreglur við inntöku.

Almennt skilyrði þess að hefja nám til stúdentsprófs í Menntaskólanum við Hamrahlíð er að hafa hlotið einkunnina B, B+ eða A í ensku, íslensku og stærðfræði við lok grunnskóla. Nemendur með A í einni eða fleiri þessara námsgreina fá þar með heimild til þess að fara í hraðferð(ir) á fyrstu önn. 

Ofurhraðferðir á fyrstu önn:  Í íslensku, ensku og stærðfræði er boðið upp á hraðferðir sem eru þannig að tveir áfangar eru teknir saman.  Þetta eru áfangarnir ÍSLE2AB10, ENSK2AB10 og STÆR2AB10. Áfangarnir eru kenndir með sama tímafjölda og aðrir áfangar en efnistök og yfirferð miðast við að nemendur hafi mjög góð tök á námsefninu.  Eftir áfangana hafa nemendur lokið sem samsvarar tveimur áföngum (10 einingum) í faginu.

Smelltu hér til að skoða upplýsingar um námsbrautir til stúdentsprófs.

Síðast uppfært: 05. febrúar 2020