Fréttir

Innritun í framhaldsskóla landsins er hafin

MH-ingar þátttakendur í „Chinese Bridge“

Dagana 7. til 21. október tóku MH-ingarnir Margrét Helga Snorradóttir og Sesselja Friðriksdóttir þátt í „Chinese Bridge“ sem er alþjóðleg keppni í kínversku fyrir framhaldsskólanemendur víðsvegar úr heiminum og fór fram í Kína. Að þessu sinni tóku 216 nemendur þátt frá 99 löndum en 6000 nemendur tóku þátt í undankeppninni. Þær Margrét Helga og Sesselja stóðu sig mjög vel og fengu verðlaun fyrir framúrskarandi árangur og fá þær skólastyrk til að stunda nám í Kína í eina önn. Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn.

Komin til baka eftir haustfrí

Októberlotan tókst vel og nemendur og kennarar tókust á við ýmis verkefni. Sumir hópar fóru út úr húsi og sýndu snilli sína í ratvísi. Núna erum við komin til baka eftir kærkomið haustfrí sem vonandi nýttist vel til að hlaða battaríin fyrir síðustu kennsluvikurnar.

MH-ingurinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir Ólympíumeistari ungmenna

MH-ingurinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir hljóp til sigurs í 200m hlaupi á Ólympíuleikum ungmenna. Hún setti jafnframt glæsilegt Íslandsmet og hljóp eins og vindurinn á 23,47 sek. Við óskum Guðbjörgu Jónu innilega til hamingju með árangurinn en titillinn er sá fyrsti sem Ísland vinnur á Ólympípuleikum ungmenna frá því þeir hófu göngu sína.

Októberlota - Hvar á ég að mæta ?

Stundataflan þessa vikuna er með öðru sniði en vanalega.

Hafragrautur

Í næstu viku - þegar stundataflan verður brotin upp, munum við ekki bera fram hafragraut eins og við erum vön. Við bendum því öllum á að muna eftir að borða hollan og góðan mat áður en komið er í skólann.

Októberlota

Í vikunni frá mánudeginum 15. okt. til fimmtudags 18. okt. brjótum við upp hefðbundið skólastarf. Nemendur og kennarar mæta einu sinni í hvern áfanga þessa viku og þá í lengdan langan tíma. Tvöfaldir tímar lengjast. Morguntímar teygjast til hádegis (8:30-12:00) og síðdegistímar frá hádegi til rúmlega fjögur (12:45-16:15) og mæta nemendur og kennarar í þá stofu sem skráð er í stundatöflu í langa tímanum. Athugið að langi tíminn sem er venjulega á föstudagsmorgni verður á mánudagsmorgninum 15. okt. Viðvera í lengdum tvöföldum tíma gildir fyrir alla tíma vikunnar.

Valvika

Valvika er í gangi og stendur til 14. október. Nemendur velja áfanga fyrir næstu önn og það er úr mörgu að velja

Alþjóðlegi kennaradagurinn

Alþjóðadagur kennara er árviss viðburður á vegum UNESCO 5. október ár hvert. Þá er kennurum fagnað með margvíslegum hætti og vakin athygli á störfum þeirra.

Forvarnardagurinn - 3.október

"Forvarnardagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu."