Fréttir

Glæsilegur árangur í efnafræði!

Tveir nemendur skólans, þeir Árni Johnsen og Helgi Björnsson, hafa verið valdir í fjögurra manna lið fyrir ólympíuleika í efnafræði sem haldnir verða í Japan í sumar, en þetta er í annað sinn sem Helgi tekur þátt í þessum leikum.Að undangenginni landskeppni í efnafræði sem haldin var í vetur kepptu 13 nemendur til úrslita, þar af 5 úr MH. Í þeim hópi voru auk Árna og Helga þau Kristján Hólm Grétarsson, Magnús Pálsson og Unnur Lilja Úlfarsdóttir. Við óskum þeim öllum til hamingju með frábæran árangur.

Brautskráning stúdenta

Brautskráning stúdenta fer fram á Miklagarði, hátíðarsal skólans laugardaginn 29. maí. Athöfnin hefst kl. 14:00 og lýkur um kl. 16:00. Að lokinni útskrift er sameiginleg myndataka stúdenta.

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð í tónleikaferð í Borgarfirði 17. - 19. apríl

Laugardaginn 17. apríl heldur kórinn tónleika í Reykholtskirkju  kl. 16. Sunnudaginn 18. apríl syngur kórinn við messu í Borgarneskirkju kl. 14 og um kvöldið verða almennir tónleikar í Hriflu, sal Háskólans á Bifröst kl. 20.Mánudaginn 19. apríl heldur kórinn ferna skólatónleika, í Varmalandi (fyrir nemendur Varmalandsskóla og nemendur Grunnskóla Borgarfjarðar að Kleppjárnsreykjum), tvenna tónleika í Mennta- og menningarhúsinu í Borgarnesi (fyrir nemendur Menntaskóla Borgarfjarðar og nemendur Grunnskólans í Borgarnesi) og í Fjölbrautaskóla Vesturlands, Akranesi. Um kvöldið heldur kórinn tónleika í Hallgrímskirkju í Saurbæ kl. 20.30. Aðgangur er ókeypis á alla tónleikana. Efnisskrá...

Innritun nýnema í MH fyrir haustið 2010

Nemendur fæddir 1994 eða síðar og eru að ljúka námi úr 10. bekk grunnskóla sækja um 12.-16. apríl 2010 og geta endurskoðað val sitt 7.-11. júní 2010. Innritun eldri umsækjenda fæddra 1993 eða fyrr fór fram 20. apríl - 31. maí 2010. Svör til þeirra hafa verið birt á Menntagátt og bréf eru í pósti.Allar umsóknir eru rafrænar og sótt er um á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins menntagatt.is. Upplýsingar um inntökuskilyrði og viðmiðunarreglur MH má finna á þessari síðu ofarlega til vinstri.

Góður árangur MH í þýskuþraut

Af þeim 90 nemendum sem tóku þátt á öllu landinu komust 6 úr MH í verðlaunasæti, en 20 efstu hljóta verðlaun.   Í tveimur efstu sætunum urðu MH-ingarnir Sigtryggur Hauksson í fyrsta sæti og Margrét Snæfríður Jónsdóttir í öðru sæti.  Þau Sigtryggur og Margrét fá í verðlaun fjögurra vikna dvöl í Þýskalandi nú í sumar. Til hamingju! 

Sumardagurinn fyrsti

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn!Sumardaginn fyrsta er frí í skólanum. Ef sumar og vetur frjósa saman veit það á gott sumar.

Páskaleyfi skrifstofu lokið

Skrifstofan er opin í dag frá 8:30 til 15:30. Kennsla hefst á morgun miðvikudag skv. stundaskrá.