• Rauða ruslatunnan

  • Gler- og plastflöskur með skilagjaldi, t.d. undan vatni, gosi, ávaxtasafa og orkudrykkjum​
  • Áldósir með skilagjaldi, t.d. undan vatni, gosi og orkudrykkjum​
  • Munið að tæma flöskurnar og dósirnar áður en þær fara í tunnuna!
 • Stoðþjónusta MH

  Námsráðgjafar eru með opið alla daga 8:30-15:30 

  Námsver er opið mánud.-fimmtudags kl 10-15  og föstudaga kl 9-14 

  Sálfræðingur er í MH þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga  

  Hjúkrunarfræðingur er í MH  á mánudögum 

 • Jöfnunarstyrkur

  Opnað var fyrir umsóknir jöfnunarstyrks 1. september s.l. Nemendur sem áætla að stunda nám á báðum önnum námsársins eru hvattir til að sækja nú um báðar annir.

  Eingöngu er hægt að sækja um með rafrænum skilríkjum a heimasíðu okkar menntasjodur@menntasjodur.is eða island.is.

  Eftir 15. október  fá nemendur 15% skerðingu á styrknum

 • Valtími 7.október 12:40 - 13:10

  Valvikan hefst 7. október með valtíma fyrir alla nemendur sem eru ekki nýnemar í MH.

  Nýnemar haustsins 2021 og vorsins 2022 eru sérstaklega hvattir til að mæta.