Fréttir

Skrifstofa skólans lokuð frá kl. 14:00 í dag 28. maí

Vegna vorferðar starfsmanna verður skifstofa skólans lokuð frá kl. 14:00 í dag þriðjudaginn 28. maí.

Til hamingju nýstúdentar!

Laugardaginn 25. maí voru 203 stúdentar brautskráðir frá Menntaskólanum við Hamrahlíð. Dúx þetta vorið er Berglind Erna Tryggvadóttir og semidúx er Halla Björg Sigurþórsdóttir en hún lauk einnig flestum einungum eða 192. Við óskum öllum nýstúdentum og fjölskyldum þeirra til hamingju með þennan áfanga!

Brautskráning stúdenta

Stúdentar verða brautskráðir kl. 14. Útskriftin tekur um tvo klukkutíma og að henni lokinni verður sameiginleg myndataka nýstúdenta.

Útskriftaræfing

Öll stúdentsefni sem ætla að vera viðstödd útskrift eiga að mæta á útskriftaræfingu föstudaginn 24. maí kl. 18:00. Þau stúdentsefni sem ekki verða viðstödd útskrift eiga að láta Pálma áfangastjóra vita sem allra fyrst.

Prófatími 29. apríl til 14. maí

Veikindi á prófdegi verður að tilkynna skrifstofu skólans (S: 5955200) fyrir kl. 14:00 samdægurs. Þá fær nemandinn upplýsingar um sjúkrapróf. Nemandinn mætir í sjúkrapróf á tilsettum tíma og skilar þar læknisvottorði fyrir veikindadaginn. Guðmundur Arnlaugsson prófstjóri er með viðtalstíma kl. 10 - 11 í st. 38. Gangi ykkur vel í prófunum!

Námsnetið lokað milli 9 og 15 laugardaginn 4. maí

Unnið verður að nauðsynlegri uppfærslu Námsnetsins (Myschool) milli 9 og 15 laugardaginn 4. maí og því verður aðgangi lokað á meðan. Þau sem þurfa að nota gögn úr Námsnetinu á þessum tíma eru því hvött til þess að sækja þau fyrir uppfærslu en að henni lokinni verða öll gögn aftur aðgengileg.