13.08.2025
Allir nýir MH-ingar eru boðaðir í skólann fimmtudaginn 14. ágúst kl. 13:00. Við hlökkum til að sjá ykkur.
11.08.2025
Í skólanum eru 200 gulir skápar sem nemendur geta leigt lykil að. Umsókn um gulan skáp fer fram á heimasíðunni og er hlekkur undir Gagnlegt efni. Í skólnum eru einnig nokkuð margir aðrir skápar þar sem nemendur koma sjálfir með lás og læsa sínum skáp.
11.08.2025
Inna er lokuð hjá nemendum á meðan á stundatöflugerð stendur. Við búumst við að opna töflur um hádegi í dag, þriðjudag.
07.08.2025
Stundatöflur nemenda verða vonandi tilbúnar á þriðjudaginn og birtast í Innu hjá þeim sem greitt hafa skólagjöldin. Við erum að glíma við tæknilega örðuleika en vonandi tefst töflugerðin ekki mikið. Um og töflur eru tilbúnar fá nemendur póst og um leið verður opnað fyrir töflubreytingar nemenda í gegnum Innu. Nýnemar haustannar munu ekki geta breytt stundatöflum í Innu en geta mætt til námstjóra á miðvikudag milli 10 og 14 og eftir nýnemakynninguna á fimmtudaginn, ef það er eitthvað sem þarf að laga.
07.08.2025
Nemendur sem hafa lært norsku eða sænsku í grunnskóla geta tekið framhaldsskólaáfanga í þessum tungumálum í MH. Nánari upplýsingar og skráning í áfangana er að finna hér á heimasíðunni.