Mötuneyti nemenda

Mötuneyti nemenda kallast Sómalía og þar er boðið upp á heitan mat í hádeginu eða salatbar auk ýmissa annarra kosta. Matseðill vikunnar er birtur á heimasíðunni og á upplýsingaskjá skólans. Matsalan er opin alla daga frá kl. 8:00 til 14:00 og á föstudögum er opið til 13:00. Afgreiðsla á hádegismatnum er frá kl. 11:45 til 12:45.