25.03.2013
Nemendur athugið.
Próftafla ykkar er nú aðgengileg á Innu.
Nemendur mega sækja um að hliðra próftöflu sinni
ef:
Tvö próf eru á sama tíma
Þrjú próf eru á sama degi
Ef tvö löng próf, lengri en ein klukkustund hvort próf,
eru á sama degi.
Ekki er leyft að breyta próftöflu vegna ferðalaga!
Nemendur sem uppfylla ofangreind skilyrði geta sent Guðmundi Arnlaugssyni
prófstjóra (profstjori@mh.is) tölvupóst fyrir föstudaginn 12. apríl.
22.03.2013
Föstudagurinn 22. mars er síðasti kennsludagur fyrir páska. Í dymbilviku og um páskahelgina verður skrifstofa skólans lokuð. Eftir
páska verður skrifstofan opnuð kl. 8:30 þriðjudaginn 2. apríl. Kennsla hefst aftur að loknu páskaleyfi miðvikudaginn 3. apríl kl.
8:10.
22.03.2013
Ákveðið hefur verið að gera tilraun til einnar annar með breyttan próftíma. Allir nemendur eiga kost á auka 30 mínútum í framhaldi
af venjulegum próftíma. Ef próftími er 60 mínútur gefst öllum kostur á að sitja í 90 mínútur o.s.frv. Ekki þarf
því að sækja sérstaklega til náms- og starfsráðgjafa um lengdan próftíma í vor. Þeir sem þurfa aðra aðstoð
eða þjónustu sækja um það hjá námsráðgjöfum fyrir 12. apríl.
19.03.2013
Okkar fólk var í 4. og 5. sæti í Spock deildinni sem var 18 liða deild.
Í 4 sæti var liðið "Codebusters" sem í voru Kristófer Montazeri úr MH og Magnús Ágúst Magnússon úr FSu.
Í 5. sæti var liðið "400" sem í voru Bjartur Thorlacius, Ásgeir Valfells og Róbert Björnsson úr MH. Til
hamingju!
13.03.2013
Miðvikudaginn 13. mars verður opið hús í MH frá kl. 17:00-19:00 fyrir grunnskólanema og
forráðamenn þeirra.
Í opnu húsi Menntaskólans við Hamrahlíð verður námsframboð, inntökuskilyrði og félagslíf skólans kynnt.
Deildarstjórar, kennarar, stjórnendur, náms- og starfsráðgjafar, hjúkrunarfræðingur og
forvarnafulltrúi munu sitja fyrir svörum um námsframboð og annað sem gestum liggur á hjarta varðandi nám við skólann.
Náms-og starfsráðgjafar verða með glærusýningu um brautir skólans og ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir þá sem huga á
nám hér í M.H.
Leiðsögn nemenda um skólann verður kl. 17:30 og 18:30.
Glæsilegt bókasafn skólans verður opið gestum og einnig gefst tækifæri til þess að kíkja í hinar ýmsu kennslustofur.
Kór Menntaskólans við Hamrahlíð mun bjóða gestum upp á kaffi og með því og syngur nokkur
lög kl. 18:00.
12.03.2013
Úrslit í lokakeppni stærðfræðikeppninnar fóru fram
Í Háskólanum í Reykjavík um síðustu helgi. Efsti keppandi var með
48 stig af 60. Í fimmta sæti var Ásgeir Valfells með 40 stig. Karl Þorláksson og Stefanía Bergljót Stefánsdóttir urðu í 14.-16. sæti með 21
stig. Þau þrjú eru í 16 manna hópi sem tekur þátt í
norrænu stærðfræðikeppninni þann 8. apríl fyrir Íslands hönd. Til hamingju Ásgeir, Karl og Stefanía Bergljót!
11.03.2013
Allir nemendur sem ætla að stunda nám í skólanum á haustönn 2013 verða að velja áfanga fyrir næstu
önn. Valið er bindandi og stendur frá 4.- 11. mars. Þess vegna ættu allir að fara að huga að valinu, skoða ”Upplýsingar um val” og áfanga í
boði til að glöggva sig á framgangi valsins. Leiðbeiningar um innslátt á vali eru í handbók forráðamanna á heimasíðu
MH.
Yfirlit yfir brautir og námsferilsblöð skv. nýrri námskrá má
nálgast hér.
It is high time to select courses for the autum term 2013.
Now you can enter the courses of your choice for next term. Áfangar and áfangaframboð are now available on our homepage.
Nemendur hafa verið skráðir í hóp hjá sérstökum valkennara í P-áfanga sem
heitir VAL1001. Þessi áfangi ásamt hópnúmeri og nafni valkennara, birtist með rauðu letri fyrir ofan stundatöfluna ykkar í
Innu. Þessi tiltekni valkennari verður ykkur innan handar við að velja ásamt því að sjá til þess að þið ljúkið
að velja á réttum tíma. Sláið sjálf inn valið ykkar. Þegar þið hafið slegið inn valið sendið þá
póst til valkennarans og skrifið bæði nafn og kennitölu þannig að valkennarinn viti hverjir hafi lokið við að slá inn valið.
Viðtalstímar verða auglýstir síðar fyrir alla nemendur, sem þess þurfa.