Fall í áfanga

Nemandi telst fallinn í áfanga ef eitthvert eftirtalinna atriða á við:

a) hann/hún nær ekki lágmarkseinkunn,

b) hann/hún uppfyllir ekki sérreglur áfangans um mætingu eða aðra ástundun,

c) hann/hún hættir í áfanganum eftir að frestur til úrsagnar er útrunninn,

d) honum/henni er vísað úr áfanganum.

Nemandi sem fellur í áfanga hefur heimild til að sitja í áfanganum einu sinni aftur.

Falli nemandinn öðru sinni er honum/henni skylt að ræða við áfangastjóra um möguleika þess að gangast undir lokaprófið þriðja sinni án setu í áfanganum, enda hafi fyrri ástundun og verkefnaskil verið fullnægjandi og ekki sé liðið meira en ár frá seinni próftilrauninni. 

 

Síðast uppfært: 19. október 2017