Fall í áfanga
Nemandi telst fallinn í áfanga ef eitthvert eftirtalinna atriða á við:
a) hann/hún nær ekki lágmarkseinkunn,
b) hann/hún uppfyllir ekki sérreglur áfangans um mætingu eða aðra ástundun,
c) hann/hún hættir í áfanganum eftir að frestur til úrsagnar er útrunninn,
d) honum/henni er vísað úr áfanganum.
Nemandi sem fellur í áfanga hefur heimild til að sitja í áfanganum tvisvar sinnum til viðbótar. Falli nemandinn í þriðja sinn er honum/henni skylt að ræða við áfangastjóra um möguleika þess að gangast undir lokaprófið í fjórða sinn án setu í áfanganum, enda hafi fyrri ástundun og verkefnaskil verið fullnægjandi og ekki sé liðið meira en ár frá seinni próftilrauninni.
Fall á önn
Nemandi telst fallinn á önn ef eitthvert af eftirtöldu á við:
a) hann/hún nær ekki lágmarksfjölda eininga, þ.e. 16 einingar.
b) hann/hún nær ekki lágmarkseinkunn fyrir skólasókn,
c) hann/hún hættir í skólanum áður en önn er lokið,
d) honum/henni er vísað úr skólanum.
Hyggist nemandi halda áfram námi í framhaldi af fallönn er honum/henni skylt að eiga fund með námsráðgjafa í upphafi annar og gera í samráði við hann vinnuáætlun fyrir námið á önninni.
Falli nemandi á önn tvisvar í röð er áframhaldandi skólavist óheimil.