Fréttir

Umsóknarfresti eldri nemenda lýkur kl. 24:00 31. maí

Umsóknarfresti eldri nemenda þ.e. þeirra sem eru að koma úr öðrum framhaldsskólum lýkur á miðnætti laugardaginn 31. maí. Sótt er um á Menntagátt www.menntagatt.is.

Prófasýning og staðfesting á vali 27. maí

Einkunnir eru aðgengilegar í Innu eftir kl. 12:00  mánudaginn 26. maí. Dagskrá staðfestingardags þriðjudaginn 27. maí: Viðtalstímar valkennara dagskóla verða frá 9:00 - 11:00 Prófasýning dagskóla og öldungadeildar verður frá 11:15 - 12:15. Nemendur eru hvattir til þess að nýta sér þetta tækifæri til þess að skoða prófin.  Staðfestingu á vali dagskólanema þarf að vera lokið kl. 14:00 og skila þarf inn P-umsóknum fyrir kl. 11:30. Hér eru nánari leiðbeiningar fyrir staðfestingu vals. Hér er listi yfir áfanga í boði á haustönn og listi yfir áfanga sem falla niður.

Til hamingju með daginn stúdentar!

Í dag voru 177 stúdentar brautskráðir frá skólanum. Til hamingju með daginn stúdentar!

Útskriftaræfing

Útskriftarefni eiga að mæta á útskriftaræfingu laugardaginn 24. maí kl. 18:00 á Miklagarð hátíðarsal skólans. Æfingin tekur um klukkustund. Þau sem alls ekki geta mætt þurfa að láta Pálma áfangastjóra vita fyrir æfingu.

Gott gengi í frönskukeppni framhaldsskólanna og franska sendiráðsins

Hin árlega "Frönskukeppni framhaldsskólanna og franska sendiráðsins" var haldin nú í vor. Þemað var "frönsk tónlist og ég". Nemendur skiluðu inn myndbandi þar sem þau sögðu frá því hvernig frönsk tónlist hefur fléttast inn í líf þeirra. Alls tóku 5 skólar þátt. Verðlaunahafar voru tveir og var annar þeirra MH-ingurinn Sigrún Perla Gísladóttir. Hún hlaut að verðlaunum þátttöku í menningartengdu námskeiði í sumar í París, ferð og uppihald að sjálfsögðu í boði franska ríkisins. Til hamingju Sigrún Perla!

Dimissjón og dimissjónkaffi

Útskriftarefni munu kveðja skólann í dag með skemmtun á sal kl. 13:50. Að skemmtun lokinni býður skólinn útskriftarefnum og kennurum í dimissjónkaffi í Útgarði. Gangi ykkur vel í prófum og próflestri dimitantar!

Breytingar á almanaki annarinnar að afloknu verkfalli

Helstu breytingar á almanaki að afloknu verkfalli eru þessar: Bætt er við kennsludegi þriðjudaginn 22. apríl og kennt eins og um fimmtudag sé að ræða. Bætt er við kennsludögum 2., 5., 6. og 7. maí. Fyrsti prófdagur verður föstudagurinn 9. maí. Gert er ráð fyrir prófum laugardagana 10. og 17. maí. Síðasti prófdagur verður þriðjudaginn 20. maí. Útskrift verður sunnudaginn 25. maí kl. 14:00. Prófasýning og staðfesting á vali verður þriðjudaginn 27. maí. Það mun reyna mikið á nemendur og kennara á næstunni við að ljúka önninni á þeirri hraðferð sem við blasir. Gott skipulag, einbeitni og dugnaður mun ráða mestu um hvernig til tekst. Upplýsingar um breytta próftöflu og fleira þvi tengdu koma síðar.