Skólareglur

Nemendum Menntaskólans við Hamrahlíð ber að hlíta settum reglum eins og þeim er lýst í almennum skólareglum.

Sérstakar reglur gilda um skólasókn.

Innan vébanda skólans gilda landslög sem skólareglur án þess að þeirra sé sérstaklega getið.

Sýna ber háttvísi og prúðmennsku í skólanum og alls staðar þar sem komið er fram í nafni hans.

Vanþekking á reglum leysir nemanda ekki undan ábyrgð.

Síðast uppfært: 11. janúar 2022