Val

Valvika er um miðja önn, hverju sinni, þar sem nemendur velja áfanga sem þeir stefna á að taka á næstu önn. Á grundvelli þess vals er endanlega ákveðið hvaða áfangar verða í boði á önninni.

Aðalval nefnast þeir áfangar sem nemandi kýs helst að stunda á næstu önn en einnig er nauðsynlegt að velja áfanga til vara. Stundum reynist nauðsynlegt að víkja frá aðalvali nemenda til þess að unnt sé að setja saman stundatöflu og eru þá áfangar úr varavali settir inn í stað þeirra áfanga sem ekki komust úr aðalvalinu inn í stundatöflu. Ekki má setja hvaða áfanga sem er sem varaval og gott að muna að áfangar sem mega vera í varavali verða að vera 5 e. T.d. má ekki setja líkamsrækt eða yndislestur í varaval. 

Valið er bindandi. Eftir að úrslit prófa liggja fyrir staðfesta nemendur val sitt óbreytt eða með breytingum ef forsendur hafa breyst.

Leiðbeiningar er að finna á forsíðu heimasíðunnar og einnig eru tenglar á þær í dálki hér til hægri.

Áfangaframboð má finna hér til hægri á síðunni.

Síðast uppfært: 26. september 2023